Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2026 09:01 Íslenska karlalandsliðið í handbolta er á leið á sitt þrettánda Evrópumót í röð. Besti árangur þess á EM er 3. sætið 2010. vísir/anton Hægt er að ganga að nokkrum hlutum í lífinu vísum. Meðal annars dauðanum, sköttum og svo þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á stórmóti í janúar. Eins og venjulega eru talsverðar væntingar til íslenska liðsins en á síðustu árum hefur verið gjá á milli þeirra og árangurs á stóra sviðinu. Á föstudaginn byrjar EM-ball íslenska liðsins gegn Ítalíu á Íslendingaslóðum í Kristianstad í Svíþjóð. Auk Íslands og Ítalíu eru Pólland og já, Ungverjaland, í F-riðli mótsins. Tvö efstu lið riðilsins komast í milliriðil ásamt tveimur efstu liðunum úr riðlum D og E. Hann verður leikinn í Malmö og tvö efstu liðin fara svo í undanúrslit. Sé bara litið á mannvalið er engin furða að væntingarnar til íslenska liðsins séu miklar. Ísland getur stillt upp útilínu sem spilar öll í Magdeburg, sem vann Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og er líklega sterkasta liði heims um þessar mundir. Tveir þeirra, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, eru að mati danska handboltasérfræðingsins Bent Nyegaard tveir af tíu bestu leikmönnum heims. Sá þriðji í Magdeburgar-tríóinu, Elvar Örn Jónsson, er svo frábær alhliða leikmaður og besti varnarmaður íslenska liðsins og fáir varnarmann í bransanum standa honum framar. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í fyrra.epa/TERESA SUAREZ Markvörður íslenska liðsins, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Barcelona og Janus Daði Smárason er á leið þangað. Haukur Þrastarson er stoðsendingahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar, Bjarki Már Elísson leikur með stórliði Veszprém og kollegi hans í vinstra horninu, Orri Freyr Þorkelsson, er í stöðugri sókn og var besti útileikmaður Íslands á HM í fyrra. Í hinu horninu raðar Óðinn Þór Ríkharðsson inn mörkum. Og línumannsstaðan, sem er að flestra mati helsta veikleikastaða Íslands, er skipuð þremur leikmönnum í fínum liðum í þýsku úrvalsdeildinni. Svo mætti áfram telja. Þetta lið er vel vopnum búið, á góðum aldri og verið saman í nokkur ár. En það er en. Frá því að Ísland endaði í 5. sæti á EM í Danmörku 2014 hefur liðið aldrei endað ofar en í 6. sæti á stórmóti (EM 2022) og aðeins tvisvar til viðbótar, á EM 2024 og HM 2025, verið á meðal tíu efstu liða. Það er því ekki að furða að við sem tölum liðið upp og eigum að vita eitthvað um þetta verðum svolítið kindarlegir þegar talið er upp úr kössunum í lok hvers janúar undanfarinn áratug eða svo. Óðinn Þór Ríkharðsson skorar úr hraðaupphlaupi gegn Frakklandi um helgina, Thibaut Briet til lítillar gleði.epa/TERESA SUAREZ Á samt að hætta að gera væntingar til íslenska liðsins og keyra á þeirri uppgerðarhógværð sem einkenndi umræðuna um það, meira að segja á bestu árum þess? Hafa vaðið fyrir neðan sig? Vera með bæði belti og axlabönd til að forðast að missa buxurnar niður um sig? Það er bara ekkert gaman þótt einhvers konar millivegur sé líklega vænlegastur. Í klassísku janúar-norpi er hægt að ylja sér við handboltabálið sem kviknar hvert ár. Og hvað með það þótt landinn brenni sig stundum á loganum sem Geirsson og aðrir tendra af einskærum áhuga og ástríðu fyrir leiknum sem flestir Íslendingar eru með á heilanum í byrjun hvers árs. Þessi mikli handboltaáhugi Íslendinga er nefnilega ekki sjálfgefinn. Þetta er frensí á Eurovision-skala. Eftir hvern sigur eiga leikmenn og þjálfarar að fá fálkaorðuna en eftir hvert tap á að gera þá útlæga. Eða eitthvað í þá áttina. Aðalatriðið er samt að fólki er ekki sama; því er annt um þetta lið. Þegar fálætið byrjar að láta á sér kræla þarf fyrst að hafa áhyggjur. Eins og staðan er núna er lítil hætta á því en áhuganum á aldrei að taka sem sjálfsögðum hlut. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Á föstudaginn byrjar EM-ball íslenska liðsins gegn Ítalíu á Íslendingaslóðum í Kristianstad í Svíþjóð. Auk Íslands og Ítalíu eru Pólland og já, Ungverjaland, í F-riðli mótsins. Tvö efstu lið riðilsins komast í milliriðil ásamt tveimur efstu liðunum úr riðlum D og E. Hann verður leikinn í Malmö og tvö efstu liðin fara svo í undanúrslit. Sé bara litið á mannvalið er engin furða að væntingarnar til íslenska liðsins séu miklar. Ísland getur stillt upp útilínu sem spilar öll í Magdeburg, sem vann Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og er líklega sterkasta liði heims um þessar mundir. Tveir þeirra, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, eru að mati danska handboltasérfræðingsins Bent Nyegaard tveir af tíu bestu leikmönnum heims. Sá þriðji í Magdeburgar-tríóinu, Elvar Örn Jónsson, er svo frábær alhliða leikmaður og besti varnarmaður íslenska liðsins og fáir varnarmann í bransanum standa honum framar. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í fyrra.epa/TERESA SUAREZ Markvörður íslenska liðsins, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Barcelona og Janus Daði Smárason er á leið þangað. Haukur Þrastarson er stoðsendingahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar, Bjarki Már Elísson leikur með stórliði Veszprém og kollegi hans í vinstra horninu, Orri Freyr Þorkelsson, er í stöðugri sókn og var besti útileikmaður Íslands á HM í fyrra. Í hinu horninu raðar Óðinn Þór Ríkharðsson inn mörkum. Og línumannsstaðan, sem er að flestra mati helsta veikleikastaða Íslands, er skipuð þremur leikmönnum í fínum liðum í þýsku úrvalsdeildinni. Svo mætti áfram telja. Þetta lið er vel vopnum búið, á góðum aldri og verið saman í nokkur ár. En það er en. Frá því að Ísland endaði í 5. sæti á EM í Danmörku 2014 hefur liðið aldrei endað ofar en í 6. sæti á stórmóti (EM 2022) og aðeins tvisvar til viðbótar, á EM 2024 og HM 2025, verið á meðal tíu efstu liða. Það er því ekki að furða að við sem tölum liðið upp og eigum að vita eitthvað um þetta verðum svolítið kindarlegir þegar talið er upp úr kössunum í lok hvers janúar undanfarinn áratug eða svo. Óðinn Þór Ríkharðsson skorar úr hraðaupphlaupi gegn Frakklandi um helgina, Thibaut Briet til lítillar gleði.epa/TERESA SUAREZ Á samt að hætta að gera væntingar til íslenska liðsins og keyra á þeirri uppgerðarhógværð sem einkenndi umræðuna um það, meira að segja á bestu árum þess? Hafa vaðið fyrir neðan sig? Vera með bæði belti og axlabönd til að forðast að missa buxurnar niður um sig? Það er bara ekkert gaman þótt einhvers konar millivegur sé líklega vænlegastur. Í klassísku janúar-norpi er hægt að ylja sér við handboltabálið sem kviknar hvert ár. Og hvað með það þótt landinn brenni sig stundum á loganum sem Geirsson og aðrir tendra af einskærum áhuga og ástríðu fyrir leiknum sem flestir Íslendingar eru með á heilanum í byrjun hvers árs. Þessi mikli handboltaáhugi Íslendinga er nefnilega ekki sjálfgefinn. Þetta er frensí á Eurovision-skala. Eftir hvern sigur eiga leikmenn og þjálfarar að fá fálkaorðuna en eftir hvert tap á að gera þá útlæga. Eða eitthvað í þá áttina. Aðalatriðið er samt að fólki er ekki sama; því er annt um þetta lið. Þegar fálætið byrjar að láta á sér kræla þarf fyrst að hafa áhyggjur. Eins og staðan er núna er lítil hætta á því en áhuganum á aldrei að taka sem sjálfsögðum hlut.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Utan vallar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira