Handbolti

Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Díana Dögg Magnúsdóttir hefur unnið sér inn stórt hlutverk hjá Blomberg-Lippe.
Díana Dögg Magnúsdóttir hefur unnið sér inn stórt hlutverk hjá Blomberg-Lippe. hsg-blomberg-lippe.de

Landsliðskonur Íslands í handbolta unnu örugga sigra með sínum liðum í kvöld.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe í 32-19 sigri á útivelli gegn Metzingen í 13. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk en Elín Rósa Magnúsdóttir kom boltanum ekki í netið úr tveimur skotum.

Blomberg-Lippe jafnaði topplið Dortmund að stigum með þessum sigri en toppliðið á leik til góða.

Elín Klara skoraði sex mörk í Svíþjóð

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sex mörk fyrir Savehof í 35-24 sigri gegn Kungalvs í 14. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Savehof er ríkjandi meistari og situr í efsta sæti deildarinnar með þrettán sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×