Fótbolti

Rúm­lega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Donald Trump og Gianni Infantino á dögunum þegar dregið var í riðla fyrir komandi heimsmeistaramót og Trump fékk fyrstu friðarverðlaun FIFA. 
Donald Trump og Gianni Infantino á dögunum þegar dregið var í riðla fyrir komandi heimsmeistaramót og Trump fékk fyrstu friðarverðlaun FIFA.  Vísir/Getty

Yfir fimm hundruð milljón beiðnir um miða hafa borist alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA fyrir HM í sumar.

Fyrstu umferð umsókna um miða stóð yfir í 33 daga og lauk í dag. FIFA greindi frá svimandi háum tölum á heimasíðu sinni. Um er að ræða metaðsókn í miða, enda er 48 þjóða heimsmeistaramótið í ár stærra en nokkru sinni fyrr.

Umsóknir bárust frá öllum 211 þjóðunum sem eiga aðild að FIFA en fyrir utan gestgjafaþjóðirnar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó voru flestar umsóknir frá Þýskalandi, Englandi, Brasilíu, Spáni, Portúgal, Argentínu og Kólumbíu.

Vinsælustu leikirnir á HM. FIFA

Vinsælasti leikurinn er leikur Kólumbíu og Portúgal þann 27. júní í Miami en á topp fimm listanum voru líka leikir Mexíkó og S-Kóreu þann 18. júní, úrslitaleikurinn í New Jersey þann 19. júlí, opnunarleikurinn milli Mexíkó og S-Afríku þann 11. júní og 32-liða úrslitaleikurinn í Toronto í Kanada þann 2. júlí.

Miðasölunni er þó ekki alveg lokið og enn er hægt að sækja um miða á heimasíðu FIFA.

FIFA hefur verið töluvert gagnrýnt fyrir hátt miðaverð á HM en forsetinn Gianni Infantino hefur svarað þeirri gagnrýni með því að benda á að ágóði miðasölunnar renni til aðildasambandanna og haldi í raun fótboltanum á heimsvísu á lífi. 

Í tilkynningu FIFA í dag segir að rúmlega níutíu prósent miðasöluágóðans muni renna til knattspyrnusambandanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×