Handbolti

Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Sel­fossi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Inda Dís Jóhannsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Hauka.
Inda Dís Jóhannsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Hauka. vísir

Haukar fögnuðu 34-28 sigri gegn Selfossi í 13. umferð Olís deildar kvenna í handbolta.

Heimakonur Hauka voru ekki í vandræðum með botnliðið frá Selfossi. Haukarnir náðu mest ellefu marka forystu í seinni hálfleik, sem minnkaði aðeins undir lokin en sigurinn var engu að síður mjög öruggur.

Selfoss tapaði þar með fjórða leiknum í röð og situr sem fastast á botni deildarinnar en Haukar sneru aftur á sigurbraut eftir tap gegn toppliði deildarinnar, ÍBV í síðustu umferð. Eyjakonur unnu góðan sigur gegn ÍR fyrr í kvöld.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru markahæstar hjá Haukum með sex mörk hvor. Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir fylgdu þeim eftir með fimm mörk hvor.

Mia Kristin Syverud var hins vegar markahæst í leiknum en hún skoraði níu mörk fyrir Selfoss, þremur mörkum meira en systir sín Marte Syverud.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×