„Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2026 10:00 Dagmar var 17 ára þegar faðir hennar lést eftir baráttu við krabbamein. Dagmar Öder er ung og upprennandi söngkona. Það má segja að tónlistin hafi bankað upp á sem leið til að vinna úr mikilli sorg. En faðir Dagmarar lést úr krabbameini árið 2015, aðeins 52 ára gamall. Þá var Dagmar 17 ára. Faðir hennar, Einar Öder, var einn færasti knapi landsins og ólst Dagmar upp á hestabúgarði fjölskyldunnar, Halakoti, rétt fyrir utan Selfoss. Rætt var við hana í Íslandi í dag á Sýn á miðvikudagskvöldið. „Ég var náttúrulega svo mikið svona, náttúrubarn og vildi bara vera úti og vera í kringum dýrin og, þú veist, ég gat einhvern veginn ekki verið inni heima hjá mér að leika mér með dót eða neitt svoleiðis. Mig langaði bara að vera úti, fá svona einhvern veginn að vera á hestbaki, fá svona adrenalín og svona var svolítið svona strákastelpa í mér líka. Og þannig að það var bara algjör draumur að fá að alast upp í sveit,“ segir Dagmar. Hestarnir voru ekki bara áhugamál fjölskyldunnar heldur einnig hennar lifibrauð. Foreldrar Dagmarar stofnuðu fyrirtækið Góðhesta ehf. árið 1991, sem enn er starfandi í dag undir stjórn móðurinnar. Reksturinn snýst til að mynda um að rækta og selja hross. Dagmar segir atvinnureksturinn hafa verið góðan skóla. Dagmar með bræðrum sínum á góðri stundu. „Þetta er svona harður bisness, þetta er alveg mikil vinna og þú verður bara að geta eitthvað. Þú skreppur ekkert í burtu. Það eru hestar sem þurfa að fá að borða og komast út og þannig að þetta var rosalega mikil vinna. En ofboðslega gefandi. Maður lærir svo fljótt svona sem barn að hugsa um dýrin og svo var ég líka mikið að keppa og foreldrar mínir líka. Og þannig að ég var alveg svona mikil keppnismanneskja þannig sko,“ segir Dagmar sem á að baka Íslandsmeistaratitla í hestamennskunni. Dagmar er hætt að keppa þó að hún útiloki ekki að byrja aftur, en ræktunin togar enn. Hestamennskan partur af mér „Ég hef ekki gert það í langan tíma. Þetta er einhvern veginn bara partur af mér að vera hestakona og vera í kringum dýrin og hesta.“ Eins og áður segir var faðir Dagmarar, Einar Öder, einn þekktasti og færasti knapi landsins. Hann ferðaðist um allan heiminn að kynna íslenska hestinn. Hann var landsliðseinvaldur og keppti fyrir Íslands hönd á mörgum Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Þau feðginin voru afar náin. Faðir Dagmars var einn færasti knapi landsins í mörg ár „Ég fékk alveg oft sem krakki að ferðast með honum til útlanda. Þannig að ég svona fékk að hvíla mig frá skóla. Ég átti mjög erfitt í grunnskóla og leið ekki vel í skóla. Þannig að það snerti mig svo mikið þegar hann þurfti alltaf að fara, að ég suðaði og suðaði um að fá að fara með. Þannig að stundum fékk ég bara að fara með. Það var bara pantaður miði deginum áður.“ Það var því mikið högg fyrir Dagmar og fjölskylduna alla þegar að Einar greindist með krabbamein árið 2013. Þá var Dagmar í 10. bekk. Átti að eiga fjóra mánuði eftir „Við fengum líka að vita að hann væri kominn með blöðruhálskirtilskrabbamein og að það væri búið að dreifa sér hratt í beinin, þannig að læknarnir sögðu að hann ætti í raun bara fjóra mánuði eftir. Þannig að það var einhvern veginn svolítið sjokk að heyra það. En svo fær hann tvö ár. Það var mjög erfiður tími, líka sérstaklega þegar þú ert svona á táningsaldri. Og svo byrjar maður í framhaldsskóla og það er rosalega spennandi. Mér finnst í raun eins og ég hafi einhvern veginn aldrei fengið að vera unglingur. Maður er líka kominn í einhverja svona umönnunarstöðu að maður þurfti einhvern veginn bara svona að þroskast töluvert hratt. Ég þóttist bara vera sterk og maður heldur bara áfram lífinu. Mig langaði að standa mig vel í skóla því það skiptir pabba miklu máli og að við skyldum útskrifast og mennta okkur og fá góða vinnu og svoleiðis,“ segir Dagmar. Dagmar segir að veikindin hafi þjappað fjölskyldunni saman og þau náðu að skapa minningar áður en að faðir hennar lést árið 2015. „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba. Það var ekkert alltaf auðvelt. Það var oft sem maður þurfti stundum að vakna um morgnana og fara í skólann og þá var bara sjúkrabíllinn fyrir utan og pabbi í börum inn í bíl og við áttum bara sama dag að mæta í skólann. Svo erum við í skólanum og einhvern veginn bara vissum ekki neitt. Þannig að þetta reyndi svolítið á.“ Forðaðist að taka sér frí Sorgin fer hins vegar ekki neitt, sama hve sterkur maður er. Dagmar mætti daginn eftir andlát föður síns í framhaldsskóla, útskrifaðist svo þaðan með einkunnir sem hefðu gert föður hennar stoltan og fór síðan rakleiðis í háskólann og menntaði sig enn meir. Hún flutti í bæinn og fékk fína vinnu hjá Icelandair Cargo. Hún hafði það mikið fyrir stafni að hún leyfði sér ekki að vinna úr áfallinu. „Það var aldrei einhvern veginn dauð stund eða ég fór aldrei í neitt frí eða neitt svoleiðis. En svo var ég að vinna hjá Icelandair Cargo og þurfti nú að taka mér einhver frí líka. Og þegar ég tók mér frí þá einhvern veginn bara varð ég alltaf fárveik. Ég forðaðist svolítið að taka mér frí og fór þetta allt á hörkunni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Rætt var við hana í Íslandi í dag á Sýn á miðvikudagskvöldið. „Ég var náttúrulega svo mikið svona, náttúrubarn og vildi bara vera úti og vera í kringum dýrin og, þú veist, ég gat einhvern veginn ekki verið inni heima hjá mér að leika mér með dót eða neitt svoleiðis. Mig langaði bara að vera úti, fá svona einhvern veginn að vera á hestbaki, fá svona adrenalín og svona var svolítið svona strákastelpa í mér líka. Og þannig að það var bara algjör draumur að fá að alast upp í sveit,“ segir Dagmar. Hestarnir voru ekki bara áhugamál fjölskyldunnar heldur einnig hennar lifibrauð. Foreldrar Dagmarar stofnuðu fyrirtækið Góðhesta ehf. árið 1991, sem enn er starfandi í dag undir stjórn móðurinnar. Reksturinn snýst til að mynda um að rækta og selja hross. Dagmar segir atvinnureksturinn hafa verið góðan skóla. Dagmar með bræðrum sínum á góðri stundu. „Þetta er svona harður bisness, þetta er alveg mikil vinna og þú verður bara að geta eitthvað. Þú skreppur ekkert í burtu. Það eru hestar sem þurfa að fá að borða og komast út og þannig að þetta var rosalega mikil vinna. En ofboðslega gefandi. Maður lærir svo fljótt svona sem barn að hugsa um dýrin og svo var ég líka mikið að keppa og foreldrar mínir líka. Og þannig að ég var alveg svona mikil keppnismanneskja þannig sko,“ segir Dagmar sem á að baka Íslandsmeistaratitla í hestamennskunni. Dagmar er hætt að keppa þó að hún útiloki ekki að byrja aftur, en ræktunin togar enn. Hestamennskan partur af mér „Ég hef ekki gert það í langan tíma. Þetta er einhvern veginn bara partur af mér að vera hestakona og vera í kringum dýrin og hesta.“ Eins og áður segir var faðir Dagmarar, Einar Öder, einn þekktasti og færasti knapi landsins. Hann ferðaðist um allan heiminn að kynna íslenska hestinn. Hann var landsliðseinvaldur og keppti fyrir Íslands hönd á mörgum Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Þau feðginin voru afar náin. Faðir Dagmars var einn færasti knapi landsins í mörg ár „Ég fékk alveg oft sem krakki að ferðast með honum til útlanda. Þannig að ég svona fékk að hvíla mig frá skóla. Ég átti mjög erfitt í grunnskóla og leið ekki vel í skóla. Þannig að það snerti mig svo mikið þegar hann þurfti alltaf að fara, að ég suðaði og suðaði um að fá að fara með. Þannig að stundum fékk ég bara að fara með. Það var bara pantaður miði deginum áður.“ Það var því mikið högg fyrir Dagmar og fjölskylduna alla þegar að Einar greindist með krabbamein árið 2013. Þá var Dagmar í 10. bekk. Átti að eiga fjóra mánuði eftir „Við fengum líka að vita að hann væri kominn með blöðruhálskirtilskrabbamein og að það væri búið að dreifa sér hratt í beinin, þannig að læknarnir sögðu að hann ætti í raun bara fjóra mánuði eftir. Þannig að það var einhvern veginn svolítið sjokk að heyra það. En svo fær hann tvö ár. Það var mjög erfiður tími, líka sérstaklega þegar þú ert svona á táningsaldri. Og svo byrjar maður í framhaldsskóla og það er rosalega spennandi. Mér finnst í raun eins og ég hafi einhvern veginn aldrei fengið að vera unglingur. Maður er líka kominn í einhverja svona umönnunarstöðu að maður þurfti einhvern veginn bara svona að þroskast töluvert hratt. Ég þóttist bara vera sterk og maður heldur bara áfram lífinu. Mig langaði að standa mig vel í skóla því það skiptir pabba miklu máli og að við skyldum útskrifast og mennta okkur og fá góða vinnu og svoleiðis,“ segir Dagmar. Dagmar segir að veikindin hafi þjappað fjölskyldunni saman og þau náðu að skapa minningar áður en að faðir hennar lést árið 2015. „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba. Það var ekkert alltaf auðvelt. Það var oft sem maður þurfti stundum að vakna um morgnana og fara í skólann og þá var bara sjúkrabíllinn fyrir utan og pabbi í börum inn í bíl og við áttum bara sama dag að mæta í skólann. Svo erum við í skólanum og einhvern veginn bara vissum ekki neitt. Þannig að þetta reyndi svolítið á.“ Forðaðist að taka sér frí Sorgin fer hins vegar ekki neitt, sama hve sterkur maður er. Dagmar mætti daginn eftir andlát föður síns í framhaldsskóla, útskrifaðist svo þaðan með einkunnir sem hefðu gert föður hennar stoltan og fór síðan rakleiðis í háskólann og menntaði sig enn meir. Hún flutti í bæinn og fékk fína vinnu hjá Icelandair Cargo. Hún hafði það mikið fyrir stafni að hún leyfði sér ekki að vinna úr áfallinu. „Það var aldrei einhvern veginn dauð stund eða ég fór aldrei í neitt frí eða neitt svoleiðis. En svo var ég að vinna hjá Icelandair Cargo og þurfti nú að taka mér einhver frí líka. Og þegar ég tók mér frí þá einhvern veginn bara varð ég alltaf fárveik. Ég forðaðist svolítið að taka mér frí og fór þetta allt á hörkunni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira