Lífið

Stjörnulífið: Ás­laug náði ekki að tala Trump til

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var mikið skemmtilegt um að vera hjá stjörnum landsins í síðastliðinni viku.
Það var mikið skemmtilegt um að vera hjá stjörnum landsins í síðastliðinni viku. SAMSETT

Janúarmánuður siglir áfram með blíðviðrisdögum og brjáluðum norðurljósum í bland við nokkrar lægðir. Nú er tími þorrablóta, glimmers og mikils partýstands en stjörnur landsins eru líka duglegar að hafa það náðugt heima fyrir eða skella sér í heitar laugar og birta bossamyndir. 

Ef Instagram-færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Baðlónsbossi

Áhrifavaldurinn og ofurpæjan Brynhildur Gunnlaugsdóttir skellti sér í heitt baðlón og klikkaði ekki á bikinímyndum á Instagram. 

Gella í Grikklandi

Húsmóðirin og tískudrottningin Móeiður Lárusdóttir birti syrpu frá Aþenu en hún er búsett í Grikklandi ásamt fótboltamanninum Herði Björgvini Magnússyni og dætrum þeirra tveimur. 

Espresso Martini og norðurljós

Fyrirsætan og tónlistarmaðurinn Rúrik Gíslason var að drekka espresso martini á Edition hótelinu þegar hann varð var við norðurljósadýrðina úti og lét smella nokkrum myndum af sér. 

Laufey fyrir Balenciaga

Tískurisinn Balenciaga, sem vinnur með öllum heitustu stórstjörnum heimsins, birti myndir af íslensku tónlistardrottningunni Laufeyju í fatnaði frá tískuhúsinu. 

Hundamamma

Áhrifavaldastjarnan Sunneva Einarsdóttir hélt upp á tveggja ára afmæli hundsins Rómeó sem hún og unnusti hennar Benedikt Bjarnason eiga saman. 

Birta Abiba í brúðarkjól

Ofurfyrirsætan Birta Abiba birti myndir af sér í glæsilegum hvítum brúðarkjól en hún er að gera góða hluti í tískubransanum vestanhafs. 

Ástfangin listagyðja

Tískuspegúlantinn og hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir rokkaði geggjað lúkk um áramótin og birti myndaseríu þar sem hún kyssir sinn heittelskaða tónlistarmann Jóhann Frazier. 

Gummi mætti til Tene

Gummi Kíró lét sig ekki vanta í 35 ára afmæli Gurrýjar Jónsdóttur á Tenerife og var þar meðal annars með unnustu sinni Línu Birgittu.

Náði ekki að tala Trump til

Fyrrum ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skellti sér til höfuðborgar Bandaríkjanna Washington DC. Þar kynntist hún fullt af fólki en náði ekki að fá Trump af því að hætta að hugsa svona mikið um Grænland. 

Elskar rólegheitin

Raunveruleikastjarnan Magnea Björg Jónsdóttir elskar að það sé ekkert að frétta í janúar. 

Glódís glóandi á Spáni

Fótboltadrottningin nýgifta Glódís Perla birti flottar fótboltamyndir frá Spáni. 

Í fitness og fann ástina

Markaðsstýran og áhrifavaldurinn Alexandra Sif Nikulásdóttir fór tíu ár aftur í tímann og rifjaði upp árið 2016 sem var viðburðaríkt í hennar lífi.

Næturdýr

Fyrirsætan og fyrrum fegurðardrottningin Helena OC birti næturlífsmyndir af sér seiðandi í svörtu.

Kabarett kona

Áhrifavaldurinn Fanney Dóra klæddi sig upp í kabarett klæði fyrir fjörugt laugardagskvöld. 

Dömur í dramakasti

Förðunarfræðingurinn frægi Embla Wigum er að fara af stað með hlaðvarpið Dramakastið ásamt bestu vinkonu sinni Jóhönnu Kolbrúnu.

Sjóðheit í Suður-Afríku

Ofurparið, hlaupararnir og markaðssnillingarnir Rakel María og Gummi Lú eru stödd í algjörri ævintýraparadís í Suður-Afríku um þessar mundir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.