VG og Sanna sameina krafta sína Agnar Már Másson skrifar 18. janúar 2026 17:40 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Vísir/Anton Vinstri græn og Vor til vinstri hyggjast mynda bandalag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi mun leiða listann. Sanna, sem var kjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í síðustu kosningum, mun leiða framboðið og fulltrúar Vors til vinstri skipa einnig fjórða og fimmta sæti. Fulltrúar VG munu skipa annað, þriðja og sjötta sæti listans. Sætum fyrir neðan það verður skipt með jafnræði að leiðarljósi, í hefðbundnum fléttulista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Þar segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli mikillar samstöðu í málefnum og sameiginlegrar sýnar á réttlátt og sanngjarnt samfélag. „Í kjölfar síðustu alþingiskosninga, þar sem engin skýr vinstri rödd á lengur sæti á Alþingi, er samstaða vinstrihreyfinga mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að til sé kominn á að vinstrisinnað félagshyggjufólk standi saman gegn sundrungu og spyrni við þeirri þróun „að pólitíska miðjan færist sífellt lengra til hægri.“ Slík þróun megi ekki verða hinn nýi raunveruleiki í íslenskum stjórnmálum. Bandalagið sé samstíga um að setja fram kosningaáherslur sem taka mið af þörfum fólksins í borginni, tryggja raunveruleg áhrif íbúa og vinna í þágu þeirra. Brýnustu málefni eru barátta gegn fátækt, húsnæðismál, skóla- og menntamál og samgöngu- og skipulagsmál auk þess að beita sér fyrir réttlátri skattheimtu á fjármagnstekjur og efnahagslegu og félagslegu réttlæti. Umhverfismál verða fléttuð inn í allar áherslur bandalagsins. Málefnastarf er framundan og verður unnið með grasrótum hreyfinganna. Félagsfundur VG í Reykjavík haldinn 18. janúar 2026 lýsti stuðningi við áform um sameiginlegt framboð með Vori til vinstri og fól stjórn VGR að ljúka við vinnu við endanlega tillögu að framboðinu. Einnig var samþykkt að halda forval til að velja fulltrúa VG á listanum í þau 3 efstu sæti sem koma í hlut VG. Það verður gert með forvali sem mun fara fram helgina 20.-22. febrúar nk. með rafrænum hætti. Með þessu bandalagi eru send skýr skilaboð: vinstrið getur skapað sér framtíð þegar það vinnur saman í þágu borgarbúa. Frekari upplýsingar: Formaður VGR Gísli Garðarsson (s. 8659633) og varaformaður VGR Steinunn Rögnvaldsdóttir (s. 8475601) veita frekari upplýsingar um bandalagið til fjölmiðla sé þess óskað, sem og Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi framboðsins. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sanna, sem var kjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í síðustu kosningum, mun leiða framboðið og fulltrúar Vors til vinstri skipa einnig fjórða og fimmta sæti. Fulltrúar VG munu skipa annað, þriðja og sjötta sæti listans. Sætum fyrir neðan það verður skipt með jafnræði að leiðarljósi, í hefðbundnum fléttulista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Þar segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli mikillar samstöðu í málefnum og sameiginlegrar sýnar á réttlátt og sanngjarnt samfélag. „Í kjölfar síðustu alþingiskosninga, þar sem engin skýr vinstri rödd á lengur sæti á Alþingi, er samstaða vinstrihreyfinga mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að til sé kominn á að vinstrisinnað félagshyggjufólk standi saman gegn sundrungu og spyrni við þeirri þróun „að pólitíska miðjan færist sífellt lengra til hægri.“ Slík þróun megi ekki verða hinn nýi raunveruleiki í íslenskum stjórnmálum. Bandalagið sé samstíga um að setja fram kosningaáherslur sem taka mið af þörfum fólksins í borginni, tryggja raunveruleg áhrif íbúa og vinna í þágu þeirra. Brýnustu málefni eru barátta gegn fátækt, húsnæðismál, skóla- og menntamál og samgöngu- og skipulagsmál auk þess að beita sér fyrir réttlátri skattheimtu á fjármagnstekjur og efnahagslegu og félagslegu réttlæti. Umhverfismál verða fléttuð inn í allar áherslur bandalagsins. Málefnastarf er framundan og verður unnið með grasrótum hreyfinganna. Félagsfundur VG í Reykjavík haldinn 18. janúar 2026 lýsti stuðningi við áform um sameiginlegt framboð með Vori til vinstri og fól stjórn VGR að ljúka við vinnu við endanlega tillögu að framboðinu. Einnig var samþykkt að halda forval til að velja fulltrúa VG á listanum í þau 3 efstu sæti sem koma í hlut VG. Það verður gert með forvali sem mun fara fram helgina 20.-22. febrúar nk. með rafrænum hætti. Með þessu bandalagi eru send skýr skilaboð: vinstrið getur skapað sér framtíð þegar það vinnur saman í þágu borgarbúa. Frekari upplýsingar: Formaður VGR Gísli Garðarsson (s. 8659633) og varaformaður VGR Steinunn Rögnvaldsdóttir (s. 8475601) veita frekari upplýsingar um bandalagið til fjölmiðla sé þess óskað, sem og Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi framboðsins.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira