Erlent

Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slysið varð við bæinn Adamuz, í grennd við Córdoba, á suður Spáni.
Slysið varð við bæinn Adamuz, í grennd við Córdoba, á suður Spáni. Olmo/Europa Press via AP

Spænsk yfirvöld gáfu það út í morgun að tala látinna í lestarslysinu sem varð í suðurhluta landsins í gærkvöldi hafi hækkað upp í 39. Að minnsta kosti 73 voru fluttir á spítala og þar af voru 24 sagðir alvarlega slasaðir. Fjögur börn eru sögð á meðal þeirra slösuðu.

Slysið er það alvarlegasta sem orðið hefur í lestarkerfi spánar í rúman áratug. Það varð með þeim hætti að lest fór út af sporinu þar sem hún var í grennd við borgina Cordoba á leið til Madrídar. Farþegavagnar hennar lentu á teinunum við hliðina og þar skall önnur lest sem kom aðvífandi úr hinni áttinni á vögnunum með þessum skelfilegu afleiðingum. Alls voru um fjögurhundruð farþegar og starfmenn um borð í lestunum.

Samgönguráðherra Spánar segir atvikið afar undarlegt og að allir helstu sérfræðingar í lestarsamgöngum landsins skilji ekki hvernig þetta gat gerst því lestið sem fór út af sporinu var á beinni leið, en ekki í beygju þegar ósköpin dundu yfir. Flestir hinna látnu voru svo í fremstu vögnum lestarinnar sem kom á móti og skall á vögnunum sem fóru út af sporinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×