Enski boltinn

Guéhi genginn til liðs við City

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Miðvörðurinn var eftirsóttur af mörgum félögum.
Miðvörðurinn var eftirsóttur af mörgum félögum. Manchester City

Enski miðvörðurinn Marc Guéhi er genginn til liðs við Manchester City frá Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Guéhi er 25 ára gamall og skrifaði undir samning við félagið til ársins 2031. Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við City í janúarglugganum en ganverski framherjinn Antoine Semenyo hafði áður komið frá Bournemouth.

Guéhi var, líkt og Semenyo, mjög eftirsóttur á félagaskiptamarkaðnum.

Englandsmeistarar Liverpool héldu að hann yrði leikmaður félagsins undir lok síðasta sumars, en félagaskiptin féllu um sjálf sig þegar þjálfarinn Oliver Glasner hótaði að hætta.

Önnur topplið Englands höfðu áhuga og Real Madrid var einnig orðað við Guéhi en hann kaus að flytja til Manchester og klæðast bláu.

Á tíma sínum hjá Crystal Palace spilaði hann 188 leiki í ensku úrvalsdeildinni en Guéhi á einnig 26 A-landsleiki að baki með Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×