Handbolti

Elvar kemur inn fyrir Elvar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Ásgeirsson ánægðir á svip á stórmóti með íslenska landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson og Elvar Ásgeirsson ánægðir á svip á stórmóti með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að kalla á Elvar Ásgeirsson vegna meiðsla Elvars Arnar Jónssonar í sigrinum á Ungverjum í gær.

Handknattleikssambandið sagði frá breytingunni á leikmannahópnum í kvöld.

Elvar Örn handarbrotnaði í leiknum og verður ekkert meira með á mótinu.

Elvar spilar með Ribe-Esbjerg í Danmörku en kemur til móts við liðið strax í kvöld.

Hann þurfti ekki að ferðast lengi því hann er búsettur í Danmörku og íslenska liðið spilar milliriðilinn í Malmö sem er hinum megin við Ermarsundið.

Elvar hefur spilað 21 landsleik og skorað í þeim 24 mörk. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann kemur inn á stórmót með íslenska landsliðinu en það gerði hann líka á EM 2022 þegar hann skoraði 12 mörk í 5 leikjum. Hann var einnig með íslenska liðinu á HM 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×