Körfubolti

Tryggvi og fé­lagar eru á­fram með fullt hús í Evrópubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var flottur í kvöld og gaf meðal annars fimm stoðsendingar á félaga sína.
Tryggvi Snær Hlinason var flottur í kvöld og gaf meðal annars fimm stoðsendingar á félaga sína. Getty/Borja B. Hojas

Bilbao Basket hélt sigurgöngu sinni áfram í Evrópubikarnum í körfubolta, FIBA Europe Cup, með því að vinna sannfærandi sigur í Portúgal.

Bilbao vann átján stiga sigur á Portugal Sporting, 90-72, en spænska liðið hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína í milliriðlinum. Liðið er því einu skrefi nær átta liða úrslitunum.

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik en hann skoraði tíu stig á tuttugu mínútum auk þess að gefa fimm stoðsendingar, taka þrjú fráköst, verja eitt skot og stela einum bolta.

Tryggvi fékk átján í framlag sem var það næstmesta í liðinu og Bilbao vann með nítján stigum þegar okkar maður var inni á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×