Sport

Big Ben í kvöld: Heimir Guð­jóns og Steini Arn­dal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir Guðjónsson hefur frá mörgu að segja. Hann mætir í Big Ben í kvöld.
Heimir Guðjónsson hefur frá mörgu að segja. Hann mætir í Big Ben í kvöld. Vísir / Anton Brink

Góðir gestir mæta í Big Ben í kvöld. Þeir eru báðir reynslumiklir þjálfarar sem hafa frá ýmsu að segja.

Heimir Guðjónsson mætir til þeirra Guðmundar Benediktssonar, Hjálmars Arnar Jóhannessonar og Kjartans Henrys Finnbogasonar ásamt Sigursteini Arndal.

Heimir er þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta en Sigursteinn þjálfar karlalið FH í handbolta. Báðir hafa þeir gert FH að Íslandsmeisturum.

Evrópumótið í handbolta stendur nú yfir. Sigursteinn þjálfaði marga af þeim leikmönnum sem eru í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu í yngri landsliðunum.

Rætt verður um EM, Strákana okkar og margt fleira í þætti kvöldsins.

Big Ben hefst að venju klukkan 22:10 og verður sýndur á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×