Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2026 23:01 Ómar Ingi Magnússon þarf að gera meira í sóknarleiknum heldur en í leiknum á móti Ungverjum. Hann getur það líka enda einn besti sóknarmaður heims. EPA/Johan Nilsson Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur oft verið meira sannfærandi í sóknarleiknum en í sigrinum mikilvæga á móti Ungverjum í lokaleik riðilsins á EM í handbolta. Eftir leikinn velti Besta sætið því fyrir sér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af sókninni í framhaldinu á mótinu. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir Ungverjaleikinn í Besta sætinu og horfðu einnig til næstu leikja í mótinu þar sem Ísland mætir Króatíu, Svíþjóð, Sviss og Slóveníu. Áhyggur af sókninni? Stefán Árni Pálsson stjórnaði þættinum og vildi fara aðeins yfir sóknarleikinn. „Þetta er vörn og markvarsla sem ætti að koma okkur í undanúrslit en maður hefur nú kannski áhyggjur af því að ef sóknarleikurinn heldur áfram að vera svona. Það mun ekki duga á móti Króötum og Svíum,“ sagði Stefán Árni. „Að mínu mati dugar þetta ekki til. Við þurfum bara að vera betri sóknarlega. Ég ætla samt að setja þennan leik örlítið út fyrir sviga því að ég held að þessi leikur hafi, svona að mestu leyti, snúist um bara ‚heyrðu, það er bara vinna leikinn, sama hvernig við ætlum að gera það',“ sagði Einar Jónsson. Ekki ofboðslega fallegt eða flugeldasýning „Þetta var rosalega mikið bara svona karakterleikur. Við þurfum að vinna þenann leik, hvernig sem við gerum það. Við vinnum með einu og þá erum við bara sáttir og punktur. Þetta var ekki að fara að snúast um það að vera eitthvað ofboðslega fallegt eða einhverja flugeldasýningu. Það var mín tilfinning og ég er eiginlega að vona það vegna þess að við erum ekki að fara að vinna Króatíu eða Svíþjóð með sóknarleiknum eins og hann var í Ungverjaleiknum,“ sagði Einar. „Sóknarleikurinn var ekkert frábær í dag, það er engin spurning um það. Mér finnst við samt gott sóknarlið og getum spilað hörkusóknarleik sem við erum búin að sjá í tveimur leikjum,“ sagði Ásgeir Örn. Eigum alveg slatta af vopnum „Við vorum bara með fantasóknarleik en vissulega ekkert einhverjir geggjaðir andstæðingar,“ sagði Ásgeir. „Við vorum að fá framlag frá mörgum mönnum. Haukur átti góðan leik. Viggó kom inn og var góður. Þú veist, Janus var frábær í fyrsta leiknum. Við eigum alveg slatta af vopnum. Vissulega var það bara einn maður sem bar þetta svolítið á herðum sínum í dag en við eigum bara helling, helling inni,“ sagði Ásgeir og vísaði þar í stórleik Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Ásgeir hefur ekki of miklar áhyggjur af því að þetta verði of einhæft og of mikill hnoðbolti. Gísli var bara geggjaður „Ég held að það sé líka bara hvernig leikurinn þróaðist í dag. Gísli var bara geggjaður og þá ferðu bara í það. Þeir náðu honum engan veginn. Það var ekki nokkur maður á vellinum sem gat stoppað hann, maður á mann, og þá bara keyrirðu á þetta aftur og aftur,“ sagði Ásgeir. „Þurfum við að breyta og verða ekki of einhæfir? Jú, mögulega. Það væri eitthvað sem við værum alveg til í að sjá,“ sagði Ásgeir en nefndi samt menn eins og Janus Daða Smárason og Ómar Inga Magnússon sem gætu skilað meiru fyrir utan. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir Ungverjaleikinn í Besta sætinu og horfðu einnig til næstu leikja í mótinu þar sem Ísland mætir Króatíu, Svíþjóð, Sviss og Slóveníu. Áhyggur af sókninni? Stefán Árni Pálsson stjórnaði þættinum og vildi fara aðeins yfir sóknarleikinn. „Þetta er vörn og markvarsla sem ætti að koma okkur í undanúrslit en maður hefur nú kannski áhyggjur af því að ef sóknarleikurinn heldur áfram að vera svona. Það mun ekki duga á móti Króötum og Svíum,“ sagði Stefán Árni. „Að mínu mati dugar þetta ekki til. Við þurfum bara að vera betri sóknarlega. Ég ætla samt að setja þennan leik örlítið út fyrir sviga því að ég held að þessi leikur hafi, svona að mestu leyti, snúist um bara ‚heyrðu, það er bara vinna leikinn, sama hvernig við ætlum að gera það',“ sagði Einar Jónsson. Ekki ofboðslega fallegt eða flugeldasýning „Þetta var rosalega mikið bara svona karakterleikur. Við þurfum að vinna þenann leik, hvernig sem við gerum það. Við vinnum með einu og þá erum við bara sáttir og punktur. Þetta var ekki að fara að snúast um það að vera eitthvað ofboðslega fallegt eða einhverja flugeldasýningu. Það var mín tilfinning og ég er eiginlega að vona það vegna þess að við erum ekki að fara að vinna Króatíu eða Svíþjóð með sóknarleiknum eins og hann var í Ungverjaleiknum,“ sagði Einar. „Sóknarleikurinn var ekkert frábær í dag, það er engin spurning um það. Mér finnst við samt gott sóknarlið og getum spilað hörkusóknarleik sem við erum búin að sjá í tveimur leikjum,“ sagði Ásgeir Örn. Eigum alveg slatta af vopnum „Við vorum bara með fantasóknarleik en vissulega ekkert einhverjir geggjaðir andstæðingar,“ sagði Ásgeir. „Við vorum að fá framlag frá mörgum mönnum. Haukur átti góðan leik. Viggó kom inn og var góður. Þú veist, Janus var frábær í fyrsta leiknum. Við eigum alveg slatta af vopnum. Vissulega var það bara einn maður sem bar þetta svolítið á herðum sínum í dag en við eigum bara helling, helling inni,“ sagði Ásgeir og vísaði þar í stórleik Gísla Þorgeirs Kristjánssonar. Ásgeir hefur ekki of miklar áhyggjur af því að þetta verði of einhæft og of mikill hnoðbolti. Gísli var bara geggjaður „Ég held að það sé líka bara hvernig leikurinn þróaðist í dag. Gísli var bara geggjaður og þá ferðu bara í það. Þeir náðu honum engan veginn. Það var ekki nokkur maður á vellinum sem gat stoppað hann, maður á mann, og þá bara keyrirðu á þetta aftur og aftur,“ sagði Ásgeir. „Þurfum við að breyta og verða ekki of einhæfir? Jú, mögulega. Það væri eitthvað sem við værum alveg til í að sjá,“ sagði Ásgeir en nefndi samt menn eins og Janus Daða Smárason og Ómar Inga Magnússon sem gætu skilað meiru fyrir utan. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira