Innlent

Lilja sækist eftir að verða næsti for­maður Fram­sóknar

Eiður Þór Árnason skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Egill

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gefa kost á sér í formannssæti flokksins.

Þetta tilkynnti hún á félagsfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í kvöld. Mbl.is greindi fyrst frá. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist einnig eftir formennsku á komandi flokksþingi Framsóknar í febrúar. 

Sækjast þær þar með að taka við af Sigurði Inga Jóhannssyni sem sækist ekki eftir endurkjöri.

Fréttin verður uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×