„Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2026 16:57 Dagur Sigurðsson er einn af mjög fáum Íslendingum sem fagnar sigri Króata í dag. Vísir/Vilhelm Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, segir að sigurinn gegn Íslandi á EM í dag hafi verið sætur. „Við vorum komnir með bakið upp við vegg og þess vegna var þetta svona allt eða ekkert fyrir okkur til að vera inni í þessu móti áfram og keppa um eitthvað,“ sagði Dagur í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Ég er bara mjög ánægður með spilamennskuna því hún var ekki góð á móti Svíum. Það hefði verið allt í lagi að tapa á móti Svíu hérna á þeirra heimavelli með góðri frammistöðu, en hún var bara ekki góð. Þannig ég var mjög ánægður að sjá þetta og andann í liðinu. Mér fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt.“ Þá hrósaði Dagur sínum mönnum fyrir að standast hvert einasta áhlaup íslenska liðsins. „Þeir gerðu áhlaup á okkur og við fengum líka slatta af tveggja mínútna brottvísunum og það voru oft erfiðar mínútur. En ég var ánægður með það að við hlupum betur og betur til baka en við höfum verið að gera og náðum að loka vel á það. Við gáfum þeim ekkert of mörg auðveld mörk.“ Dagur átti þó erfitt með að segja til um hvað hefði skilið á milli liðanna í dag. „Ég veit það ekki. Mér fannst við ná að keyra bara inn í vörnina í byrjun og það er erfitt að eiga við Srna þarna. Hann er flækjufótur og maður veit aldrei í hvora áttina hann fer. Hann er með rosa skriðþunga og það er erfitt að fara fyrir hann. Mér fannst þeir ráða illa við það,“ sagði Dagur. „Svo fannst mér bras á þeim í sóknarleiknum sex á móti sex. Svona eftir á að hyggja.“ Að lokum segir Dagur að þrátt fyrir að þetta hafi verið frábær úrslit fyrir króatíska liðið og haldi þeim vel á lífi í mótinu þurfi hans menn að einbeita sér að komandi leikjum. „Nú þurfum við bara að taka þessa löskuðu leikmenn einhvernveginn og púsla þeim saman fyrir leikinn á móti Sviss.“ „Það er allavega Martinovic sem fékk eitthvað högg og markmaðurinn okkar sem fór út af snemma. Hann kom reyndar aftur og tók eitt víti. Það var þægilegt. En þetta bara er eins og það er,“ sagði Dagur að lokum. Klippa: Dagur Sigurðsson eftir sigur Króata gegn Íslendingum Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira
„Við vorum komnir með bakið upp við vegg og þess vegna var þetta svona allt eða ekkert fyrir okkur til að vera inni í þessu móti áfram og keppa um eitthvað,“ sagði Dagur í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Ég er bara mjög ánægður með spilamennskuna því hún var ekki góð á móti Svíum. Það hefði verið allt í lagi að tapa á móti Svíu hérna á þeirra heimavelli með góðri frammistöðu, en hún var bara ekki góð. Þannig ég var mjög ánægður að sjá þetta og andann í liðinu. Mér fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt.“ Þá hrósaði Dagur sínum mönnum fyrir að standast hvert einasta áhlaup íslenska liðsins. „Þeir gerðu áhlaup á okkur og við fengum líka slatta af tveggja mínútna brottvísunum og það voru oft erfiðar mínútur. En ég var ánægður með það að við hlupum betur og betur til baka en við höfum verið að gera og náðum að loka vel á það. Við gáfum þeim ekkert of mörg auðveld mörk.“ Dagur átti þó erfitt með að segja til um hvað hefði skilið á milli liðanna í dag. „Ég veit það ekki. Mér fannst við ná að keyra bara inn í vörnina í byrjun og það er erfitt að eiga við Srna þarna. Hann er flækjufótur og maður veit aldrei í hvora áttina hann fer. Hann er með rosa skriðþunga og það er erfitt að fara fyrir hann. Mér fannst þeir ráða illa við það,“ sagði Dagur. „Svo fannst mér bras á þeim í sóknarleiknum sex á móti sex. Svona eftir á að hyggja.“ Að lokum segir Dagur að þrátt fyrir að þetta hafi verið frábær úrslit fyrir króatíska liðið og haldi þeim vel á lífi í mótinu þurfi hans menn að einbeita sér að komandi leikjum. „Nú þurfum við bara að taka þessa löskuðu leikmenn einhvernveginn og púsla þeim saman fyrir leikinn á móti Sviss.“ „Það er allavega Martinovic sem fékk eitthvað högg og markmaðurinn okkar sem fór út af snemma. Hann kom reyndar aftur og tók eitt víti. Það var þægilegt. En þetta bara er eins og það er,“ sagði Dagur að lokum. Klippa: Dagur Sigurðsson eftir sigur Króata gegn Íslendingum
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira