Handbolti

Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valskonur sitja einar á toppnum.
Valskonur sitja einar á toppnum.

Valur vann gríðarmikilvægan fimm marka sigur á útivelli gegn ÍBV í toppslag Olís deildar kvenna. Lokatölur í Hásteinshöllinni 22-27.

Eftir jafna byrjun tóku Valskonur þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn.

Eyjakonur náðu margoft að minnka muninn niður í tvö mörk og einu sinni niður í eitt mark, en nær komust þær ekki og Valskonur brunuðu fram úr undir lokin þar til fimm marka sigur vannst.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leik en sigurinn gefur Val tveggja stiga forskot á toppnum.

Arna Karitas Eiríksdóttir, Elísa Elíasdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir voru markahæstar hjá Val með sex mörk hver. Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu og varði 19 skot, eða 46.3 prósent allra skota sem hún fékk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×