Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Íþróttadeild Sýnar skrifar 25. janúar 2026 19:29 Viggó Kristjánsson var markahæstur á vellinum með ellefu mörk úr ellefu skotum. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir og vann átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í Malmö í milliriðli II á Evrópumótinu í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins var ein sú besta sem það hefur sýnt á stórmóti. Þetta var aðeins fjórði sigur Íslands á Svíþjóð á stórmóti og hann var sannarlega glæsilegur og sannfærandi. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var sex mörkum yfir að honum loknum, 18-12. Svíar sóttu hart að Íslendingum í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark. Íslendingar héldu haus og í stöðunni 23-22 skoruðu þeir þrjú mörk í röð og náðu yfirhöndinni á nýjan leik. Svíar minnkuðu muninn í 28-25 en Íslendingar svöruðu með fimm mörkum í röð og unnu á endanum átta marka sigur, 35-27, sem mun lifa lengi í minningunni. Hvergi var veikan blett að finna í íslenska liðinu og frammistaða margra var á heimsmælikvarða. Viggó Kristjánsson skoraði ellefu mörk úr jafn mörgum skotum, Bjarki Már Elísson var með sex mörk og Óðinn Þór Ríkharðsson fimm. Viktor Gísli Hallgrímsson varði tuttugu skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig, og vörnin var hreinasta afbragð. Ísland er núna komið með fjögur stig í milliriðli II. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Sviss á þriðjudaginn. Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (20 varin skot - 57:58 mín.) Var stórkostlegur gegn Ungverjum, datt niður gegn Króötum en var svo aftur stórgóður í dag. Byrjaði nokkuð rólega en varði tvö víti frá Nikola Roganovic. Varð betri eftir því sem leið á leikinn og var algjörlega magnaður í seinni hálfleik. Skellti svo í lás undir lokin. Endaði með tuttugu varin skot og varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Í nokkrum tilfellum var vissulega dæmt auka- og vítakast en Viktor skilaði frábærri frammistöðu í kvöld. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 5 (6 mörk - 57:40 mín.) Spilaði allan tímann og átti einn sinn besta landsleik í langan tíma. Skoraði sex mörk úr sjö skotum og kórónaði frábæran leik sinn með því að skora 35. mark Íslands úr síðustu sókninni sem var sannkölluð sirkussókn. Bjarki stóð sig líka afar vel í vörninni. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 32:29 mín.) Gríðarlegur kraftur var í Janusi í byrjun leiks, eins og hann hefði sturtað nokkrum Monster-drykkjum í sig. Var mjög áræðinn, skoraði tvö af fyrstu fimm mörk Íslands og var þess utan magnaður í vörninni. Stoppaði Svíana hvað eftir annað. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 6 (3 mörk - 35:17 mín.) Er án vafa einn besti leikmaður heims í dag og hefur verið frábær á EM. Leikstjórn Gísla var upp á rúmlega tíu. Hann skoraði þrjú mörk, gaf ellefu stoðsendingar, fiskaði fjögur víti og þrjá brottrekstra á Svíana. Tók nánast alltaf rétta ákvörðun og lagði hvað eftir annað á borð fyrir samherja sína. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (4 mörk - 34:56 mín.) Hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á mótinu en spilaði einkar vel í dag. Klikkaði á eina vítinu sem hann tók en eftir það tók Viggó við því starfi. Fór af velli eftir um tuttugu mínútur og sat á bekknum þar til um rúmar tíu mínútur. Kom þá gríðarlega sterkur inn og skoraði þrjú mörk. Sýndi að hann getur alveg skotið utan af velli. Gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5 mörk - 52:48 mín.) Einn besti leikmaður Íslands á mótinu og skilaði sínu í dag. Skoraði fimm mörk úr átta skotum og heldur áfram að spila stórvel í vörninni. Hefur spilað mikið á EM en blæs varla úr nös. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 5 (2 mörk - 44:34 mín.) Klikkaði á tveimur fyrstu skotunum sem hann tók en skoraði úr seinni tveimur. En stærsta framlag Elliða var í vörninni þar sem hann fór hamförum. Braut niður ótal sóknir sænska liðsins og náði afar vel saman með Ými í miðri vörninni. Frammistaða þeirra minnti um margt á frækna framgöngu í stórsigrinum óvænta á Frakklandi á EM 2022. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 5 (0 mörk - 32:31 mín.) Var ekki upp á sitt besta í síðasta leik en Ýmir var í ham í kvöld. Gekk hart fram í vörninni en var skynsamur. Lokaði vel á línuspil Svía, var líka duglegur að fara út í skyttur þeirra og hjálparvörnin var fyrirtak. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 6 (11/5 mörk - 25:46 mín.) VÁ! Þvílík og önnur eins frammistaða hjá Seltirningnum. Ellefu mörk og hundrað prósent skotnýting. Sýndi fádæma öryggi í vítunum en framan af leik var hans aðal hlutverk að taka þau. Kom svo inn á eftir um tuttugu mínútur og byrjaði að raða inn mörkum utan af velli. Sýndi hvað eftir annað magnaða skottækni sína og fór illa með sænsku markverðina. Viggó var einnig afar sterkur í vörninni og var duglegur að stíga út á réttum tíma til að trufla sænsku sóknarmennina. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 26:10 mín.) Eftir að Albin Lagergren ybbaði gogg við Hauk rann hamur á Selfyssinginn rólynda. Átti magnaðan kafla í vörninni í seinni hálfleik og sýndi að hann getur vel staðið sig á þeim enda vallarins. Skoraði eitt mark og spilaði af skynsemi í sókninni. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 4 (1 mark - 12:50 mín.) Spilaði ekki mikið en lagði sitt af mörkum. Skoraði eitt mark og kom sterkur inn í vörnina undir lokin. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 46 sek) Tók eitt neyðarskot sem missti marks. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (15 sek) Reyndi sig við eitt vítakast undir lok leiks. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - (spilaði ekkert) Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (spilaði ekkert) Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stórkostlegan átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. Tölfræði strákanna var líka glæsileg. 25. janúar 2026 19:16 „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13 „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Mér líður vel, allavega betur en eftir síðasta leik,“ sagði nokkuð hógvær Snorri Steinn Guðjónsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:16 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann gríðarlega mikilvægan átta marka sigur er liðið mætti Svíum í þriðju umferð milliriðils II á EM í handbolta í dag, 27-35. 25. janúar 2026 18:46 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Þetta var aðeins fjórði sigur Íslands á Svíþjóð á stórmóti og hann var sannarlega glæsilegur og sannfærandi. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og var sex mörkum yfir að honum loknum, 18-12. Svíar sóttu hart að Íslendingum í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvígang í eitt mark. Íslendingar héldu haus og í stöðunni 23-22 skoruðu þeir þrjú mörk í röð og náðu yfirhöndinni á nýjan leik. Svíar minnkuðu muninn í 28-25 en Íslendingar svöruðu með fimm mörkum í röð og unnu á endanum átta marka sigur, 35-27, sem mun lifa lengi í minningunni. Hvergi var veikan blett að finna í íslenska liðinu og frammistaða margra var á heimsmælikvarða. Viggó Kristjánsson skoraði ellefu mörk úr jafn mörgum skotum, Bjarki Már Elísson var með sex mörk og Óðinn Þór Ríkharðsson fimm. Viktor Gísli Hallgrímsson varði tuttugu skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig, og vörnin var hreinasta afbragð. Ísland er núna komið með fjögur stig í milliriðli II. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Sviss á þriðjudaginn. Einkunnir Íslands gegn Svíþjóð: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (20 varin skot - 57:58 mín.) Var stórkostlegur gegn Ungverjum, datt niður gegn Króötum en var svo aftur stórgóður í dag. Byrjaði nokkuð rólega en varði tvö víti frá Nikola Roganovic. Varð betri eftir því sem leið á leikinn og var algjörlega magnaður í seinni hálfleik. Skellti svo í lás undir lokin. Endaði með tuttugu varin skot og varði nær helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Í nokkrum tilfellum var vissulega dæmt auka- og vítakast en Viktor skilaði frábærri frammistöðu í kvöld. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 5 (6 mörk - 57:40 mín.) Spilaði allan tímann og átti einn sinn besta landsleik í langan tíma. Skoraði sex mörk úr sjö skotum og kórónaði frábæran leik sinn með því að skora 35. mark Íslands úr síðustu sókninni sem var sannkölluð sirkussókn. Bjarki stóð sig líka afar vel í vörninni. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 32:29 mín.) Gríðarlegur kraftur var í Janusi í byrjun leiks, eins og hann hefði sturtað nokkrum Monster-drykkjum í sig. Var mjög áræðinn, skoraði tvö af fyrstu fimm mörk Íslands og var þess utan magnaður í vörninni. Stoppaði Svíana hvað eftir annað. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 6 (3 mörk - 35:17 mín.) Er án vafa einn besti leikmaður heims í dag og hefur verið frábær á EM. Leikstjórn Gísla var upp á rúmlega tíu. Hann skoraði þrjú mörk, gaf ellefu stoðsendingar, fiskaði fjögur víti og þrjá brottrekstra á Svíana. Tók nánast alltaf rétta ákvörðun og lagði hvað eftir annað á borð fyrir samherja sína. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 4 (4 mörk - 34:56 mín.) Hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á mótinu en spilaði einkar vel í dag. Klikkaði á eina vítinu sem hann tók en eftir það tók Viggó við því starfi. Fór af velli eftir um tuttugu mínútur og sat á bekknum þar til um rúmar tíu mínútur. Kom þá gríðarlega sterkur inn og skoraði þrjú mörk. Sýndi að hann getur alveg skotið utan af velli. Gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5 mörk - 52:48 mín.) Einn besti leikmaður Íslands á mótinu og skilaði sínu í dag. Skoraði fimm mörk úr átta skotum og heldur áfram að spila stórvel í vörninni. Hefur spilað mikið á EM en blæs varla úr nös. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 5 (2 mörk - 44:34 mín.) Klikkaði á tveimur fyrstu skotunum sem hann tók en skoraði úr seinni tveimur. En stærsta framlag Elliða var í vörninni þar sem hann fór hamförum. Braut niður ótal sóknir sænska liðsins og náði afar vel saman með Ými í miðri vörninni. Frammistaða þeirra minnti um margt á frækna framgöngu í stórsigrinum óvænta á Frakklandi á EM 2022. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 5 (0 mörk - 32:31 mín.) Var ekki upp á sitt besta í síðasta leik en Ýmir var í ham í kvöld. Gekk hart fram í vörninni en var skynsamur. Lokaði vel á línuspil Svía, var líka duglegur að fara út í skyttur þeirra og hjálparvörnin var fyrirtak. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 6 (11/5 mörk - 25:46 mín.) VÁ! Þvílík og önnur eins frammistaða hjá Seltirningnum. Ellefu mörk og hundrað prósent skotnýting. Sýndi fádæma öryggi í vítunum en framan af leik var hans aðal hlutverk að taka þau. Kom svo inn á eftir um tuttugu mínútur og byrjaði að raða inn mörkum utan af velli. Sýndi hvað eftir annað magnaða skottækni sína og fór illa með sænsku markverðina. Viggó var einnig afar sterkur í vörninni og var duglegur að stíga út á réttum tíma til að trufla sænsku sóknarmennina. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 26:10 mín.) Eftir að Albin Lagergren ybbaði gogg við Hauk rann hamur á Selfyssinginn rólynda. Átti magnaðan kafla í vörninni í seinni hálfleik og sýndi að hann getur vel staðið sig á þeim enda vallarins. Skoraði eitt mark og spilaði af skynsemi í sókninni. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 4 (1 mark - 12:50 mín.) Spilaði ekki mikið en lagði sitt af mörkum. Skoraði eitt mark og kom sterkur inn í vörnina undir lokin. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - (0 mörk - 46 sek) Tók eitt neyðarskot sem missti marks. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (15 sek) Reyndi sig við eitt vítakast undir lok leiks. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - (spilaði ekkert) Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (spilaði ekkert) Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - (spilaði ekkert) Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stórkostlegan átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. Tölfræði strákanna var líka glæsileg. 25. janúar 2026 19:16 „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13 „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Mér líður vel, allavega betur en eftir síðasta leik,“ sagði nokkuð hógvær Snorri Steinn Guðjónsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:16 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann gríðarlega mikilvægan átta marka sigur er liðið mætti Svíum í þriðju umferð milliriðils II á EM í handbolta í dag, 27-35. 25. janúar 2026 18:46 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stórkostlegan átta marka sigur á Svíþjóð, 35-27, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta 2026. Tölfræði strákanna var líka glæsileg. 25. janúar 2026 19:16
„Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13
„Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Mér líður vel, allavega betur en eftir síðasta leik,“ sagði nokkuð hógvær Snorri Steinn Guðjónsson eftir magnaðan átta marka sigur Íslands gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:16
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann gríðarlega mikilvægan átta marka sigur er liðið mætti Svíum í þriðju umferð milliriðils II á EM í handbolta í dag, 27-35. 25. janúar 2026 18:46