„Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2026 07:03 Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skiluðu saman fimmtán mörkum úr sextán skotum í sigrinum á Svíum. Eina klikkið var vítið sem Ómar lét verja frá sér í upphafi leiks og eftir það fóru fimmtán skot í röð frá þeim beint í markið. Vísir/Vilhelm Viggó Kristjánsson var öðrum fremur maður leiksins í stórsigrinum á Svíum á EM í handbolta í gærkvöldi og með magnaðri innkomu hans kviknaði heldur betur á hægri vængnum hjá íslenska landsliðinu. Örvhentu leikmennirnir í Besta sætinu voru líka ánægðir með þessa innkomu Viggós og líka hvaða áhrif það hafði á Ómar Inga Magnússon. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason, tveir fyrrverandi landsliðsmenn, fóru yfir stórbrotna frammistöðu strákanna okkar í átta marka sigri gegn Svíum á EM í handbolta, með Aroni Guðmundssyni. Viggó var með ellefu mörk úr ellefu skotum í leiknum og hjálpaði okkur heldur betur á vítalínunni eftir öll klúðrin þar í tapinu á móti Króatíu. „Þetta var stórbrotin frammistaða. Að skora 11 mörk úr 11 skotum og hann kemur inn af bekknum. Hann byrjar ekki einu sinni leikinn og hann kláraði ekki leikinn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Engin smá frammistaða frá hægri vængnum „Við vorum eitthvað að hnýta í þá að hægri vængurinn væri ekki búinn að vera alveg eins og við vildum. Ómar er líka með fjögur mörk í leiknum og þetta er engin smá frammistaða frá hægri vængnum þannig að við örvhentu erum ánægður með þetta,“ sagði Ásgeir. „Það er líka hvernig hann gerir þetta. Hann kemur inn eftir að Ómar byrjaði að taka víti og klikkaði. Svo kemur hann með þessi negluvíti. Þetta var statement [yfirlýsing]. Það segir manni hvernig hugarástandið hjá honum var. Hann virkilega ætlaði þetta og mér fannst það bæði ánægjulegt og geðveikt fyrir hann,“ sagði Ásgeir. „Geggjað að fá þessa innkomu því svona aukaáhrif frá hans frammistöðu er að svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó,“ sagði Rúnar Kárason. Já, það er hægt að skjóta „Allt í einu bara: Heyrðu, já, það er hægt að skjóta. Ekki að fara bara í gegn. Það er bara hægt að skjóta á síðuna á þeim,“ skaut Ásgeir inn í. „Þetta eru tveir frábærir skotmenn. Ómar er lágvaxinn og kannski ekki þessi klassíska skytta þegar við horfum til baka en Ómar er frábær skotmaður. Mér finnst Viggó, frá því hann kom inn í landsliðið, vera allt öðruvísi leikmaður en við höfum séð í íslensku landsliði áður,“ sagði Rúnar. Hreinræktaður goal getter „Hann er hreinræktaður goal getter [markaskorari] og ótrúlega góður í því. Hvernig hann er að notfæra sér Gísla [Þorgeir Kristjánsson] Gísli er gjörsamlega að mata alla í kringum sig af færum. Viggó er að fá boltann, taka hann bara í fyrsta skrefi og í rauninni bara á undan vörninni. Ómar heldur síðan uppteknum hætti, þegar Viggó þarf á hvíld að halda,“ sagði Rúnar. „Bara fyrir mig sem skyttu, sem saknar skotlistarinnar svolítið, þá var þetta geggjað,“ sagði Rúnar. Það má hlusta á frekari umræðu um Viggó og allar hinar hetjurnar í íslenska landsliðinu hér í Besta sætinu hér fyrir neðan en þátturinn fékk nafnið: Uppgjör eftir Ísland – Svíþjóð: Takk fyrir IKEA, ABBA og stigin tvö Svíar. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM. 25. janúar 2026 21:22 „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ „Mér líður ábælavelbala“ svaraði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skælbrosandi þegar hann var spurður út í tilfinningu sem fylgir því að vinna Svíþjóð. 25. janúar 2026 19:34 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Einn fremsti handboltamaðurinn í sögu Svía var allt en ánægður með frammistöðu sænska landsliðsins í skellinum á móti strákunum okkar í kvöld. 25. janúar 2026 20:11 „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Ísland gjörsigraði Svíþjóð í Malmö Arena í kvöld og sænsku miðlarnir leituðu skýringa hjá leikmönnum sænska liðsins sem höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á Evrópumótinu. 25. janúar 2026 19:40 „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:34 „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason, tveir fyrrverandi landsliðsmenn, fóru yfir stórbrotna frammistöðu strákanna okkar í átta marka sigri gegn Svíum á EM í handbolta, með Aroni Guðmundssyni. Viggó var með ellefu mörk úr ellefu skotum í leiknum og hjálpaði okkur heldur betur á vítalínunni eftir öll klúðrin þar í tapinu á móti Króatíu. „Þetta var stórbrotin frammistaða. Að skora 11 mörk úr 11 skotum og hann kemur inn af bekknum. Hann byrjar ekki einu sinni leikinn og hann kláraði ekki leikinn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Engin smá frammistaða frá hægri vængnum „Við vorum eitthvað að hnýta í þá að hægri vængurinn væri ekki búinn að vera alveg eins og við vildum. Ómar er líka með fjögur mörk í leiknum og þetta er engin smá frammistaða frá hægri vængnum þannig að við örvhentu erum ánægður með þetta,“ sagði Ásgeir. „Það er líka hvernig hann gerir þetta. Hann kemur inn eftir að Ómar byrjaði að taka víti og klikkaði. Svo kemur hann með þessi negluvíti. Þetta var statement [yfirlýsing]. Það segir manni hvernig hugarástandið hjá honum var. Hann virkilega ætlaði þetta og mér fannst það bæði ánægjulegt og geðveikt fyrir hann,“ sagði Ásgeir. „Geggjað að fá þessa innkomu því svona aukaáhrif frá hans frammistöðu er að svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó,“ sagði Rúnar Kárason. Já, það er hægt að skjóta „Allt í einu bara: Heyrðu, já, það er hægt að skjóta. Ekki að fara bara í gegn. Það er bara hægt að skjóta á síðuna á þeim,“ skaut Ásgeir inn í. „Þetta eru tveir frábærir skotmenn. Ómar er lágvaxinn og kannski ekki þessi klassíska skytta þegar við horfum til baka en Ómar er frábær skotmaður. Mér finnst Viggó, frá því hann kom inn í landsliðið, vera allt öðruvísi leikmaður en við höfum séð í íslensku landsliði áður,“ sagði Rúnar. Hreinræktaður goal getter „Hann er hreinræktaður goal getter [markaskorari] og ótrúlega góður í því. Hvernig hann er að notfæra sér Gísla [Þorgeir Kristjánsson] Gísli er gjörsamlega að mata alla í kringum sig af færum. Viggó er að fá boltann, taka hann bara í fyrsta skrefi og í rauninni bara á undan vörninni. Ómar heldur síðan uppteknum hætti, þegar Viggó þarf á hvíld að halda,“ sagði Rúnar. „Bara fyrir mig sem skyttu, sem saknar skotlistarinnar svolítið, þá var þetta geggjað,“ sagði Rúnar. Það má hlusta á frekari umræðu um Viggó og allar hinar hetjurnar í íslenska landsliðinu hér í Besta sætinu hér fyrir neðan en þátturinn fékk nafnið: Uppgjör eftir Ísland – Svíþjóð: Takk fyrir IKEA, ABBA og stigin tvö Svíar.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM. 25. janúar 2026 21:22 „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ „Mér líður ábælavelbala“ svaraði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skælbrosandi þegar hann var spurður út í tilfinningu sem fylgir því að vinna Svíþjóð. 25. janúar 2026 19:34 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Einn fremsti handboltamaðurinn í sögu Svía var allt en ánægður með frammistöðu sænska landsliðsins í skellinum á móti strákunum okkar í kvöld. 25. janúar 2026 20:11 „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Ísland gjörsigraði Svíþjóð í Malmö Arena í kvöld og sænsku miðlarnir leituðu skýringa hjá leikmönnum sænska liðsins sem höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á Evrópumótinu. 25. janúar 2026 19:40 „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:34 „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Fleiri fréttir Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Sjá meira
EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM. 25. janúar 2026 21:22
„Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ „Mér líður ábælavelbala“ svaraði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson skælbrosandi þegar hann var spurður út í tilfinningu sem fylgir því að vinna Svíþjóð. 25. janúar 2026 19:34
Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Einn fremsti handboltamaðurinn í sögu Svía var allt en ánægður með frammistöðu sænska landsliðsins í skellinum á móti strákunum okkar í kvöld. 25. janúar 2026 20:11
„Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Ísland gjörsigraði Svíþjóð í Malmö Arena í kvöld og sænsku miðlarnir leituðu skýringa hjá leikmönnum sænska liðsins sem höfðu unnið fjóra fyrstu leiki sína á Evrópumótinu. 25. janúar 2026 19:40
„Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Viggó Kristjánsson var maður leiksins er Ísland vann frækinn átta marka sigur gegn Svíum á EM í handbolta í dag. 25. janúar 2026 19:34
„Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ „Geggjuð orka, bæði í stúkunni og hjá okkur. Allt sem vantaði í síðasta leik fannst mér vera til staðar í dag“ sagði landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson eftir 27-35 sigur gegn Svíþjóð á EM í handbolta. 25. janúar 2026 19:13