Handbolti

Heil­brigðis­ráð­herra lætur ó­vin Ís­lands heyra það

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andreas hefur fengið að kenna á því á X-inu síðastliðin sólahring.
Andreas hefur fengið að kenna á því á X-inu síðastliðin sólahring. Vísir/instagram/Vilhelm

„Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati.

Þar kallaði hann íslenska liðið skítalið. Landslið Íslands gjörsigraði aftur á móti Svía með átta marka mun í milliriðlinum á EM í handbolta í gær og það á heimavelli Svía í Malmö.

Alma Möller stendur greinilega þétt við bakið á strákunum okkar. Ísland mætir Sviss á morgun og síðan Slóvenum á miðvikudaginn. 

Takist liðinu að vinna báða þessa leiki er ljóst að það mun taka þátt í undanúrslitum mótsins á föstudagskvöldið.

Alma var ekki sátt við Andreas.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×