Erlent

Franska þingið sam­þykkti símabann hjá börnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Macron forseti hefur lengi talað fyrir slíku  banni.
Macron forseti hefur lengi talað fyrir slíku  banni. AP Photo/Emilio Morenatti

Franska þingið samþykkti í nótt fruamvarp sem bannar símnotkun í skólum og alla samfélagsmiðlanotkun barna undir fimmtán ára aldri.

Emmanuel Macron hefur talað mjög fyrir slíku banni og nú hefur neðri deild þingsins samþykkt frumvarpið með 130 atkvæðum gegn 21. Næst fer frumvarpið fyrir öldungadeildina og verði það samþykkt það verður það að lögum. Macron forseti segir frumvarpið stórt skref í þá átt að vernda börn og unglinga í uppvextinum.

Verði bannið að lögum verða Frakkar önnur þjóðin í heiminum á eftir Ástralíu sem grípur til svo víðtækra hamla á slíka notkun. Gert er ráð fyrir að bannið taki þegar gildi fyrir þau börn sem enn hafa ekki stofnað reikninga á samfélagsmiðlum og að lögin taki svo gildi í heild sinni frá og með 1. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Hafa lokað yfir hálfri milljón sam­félags­miðla­að­ganga

Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 

Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu

Tveir unglingar hafa ákveðið, með stuðningi baráttusamtaka, að höfða mál gegn ástralska ríkinu vegna nýrra reglna sem kveða á um að samfélagmiðlar á borð við Facebook, Instagram, TikTok og YouTube, mega ekki leyfa einstaklingum undir 16 ára aldri að stofna aðganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×