Innlent

Inn­lit á Litla-Hraun í er­lendri heimildar­mynd

Bjarki Sigurðsson skrifar
Símar og eggvopn eru meðal gripa sem fangarverðir hafa tekið af föngum, og sýndir eru í heimildarþættinum.
Símar og eggvopn eru meðal gripa sem fangarverðir hafa tekið af föngum, og sýndir eru í heimildarþættinum. Free Documentary

Ný þýsk heimildarmynd sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla-Hrauni. Meðal fanga sem birtast í myndinni eru dæmdir morðingjar og fangar sem hlotið hafa þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot.

Lausleg þýðing á nafni þáttarins er: „Á bak við lás og slá: Fangelsið á hjara veraldar“ en hann er hluti af þáttaröð þýska heimildarmyndaframleiðandans Free Documentary um fangelsi heimsins.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Fangavörðum er fylgt eftir og rætt við nokkra fanga, þar á meðal Ingólf Kjartansson sem afplánar átján ára dóm fyrir skotárás við Bergstaðastræti og fyrir að stinga samfanga sinn.

Fleiri sem birtast í þættinum eru Maciej Talik, sem situr inni fyrir að stinga herbergisfélaga sinn til bana í Hafnarfirði 2023, Lúkas Geir Ingvarsson, sem afplánar sautján ára dóm vegna Gufunesmálsins, og Marco Blazinic sem var nýverið sakfelldur fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning.

„Ég fann fyrir því frá byrjun að þetta færi illa. Ég vissi að eitthvað færi úrskeiðis. Ég hafði það á tilfinningunni. Tveir hundar voru inni í bílnum mínum. Þeir voru að leita en gátu ekki fundið það. En einhverjir bjánar höfðu hringt, sent myndir og þess háttar. Auðvitað fundu þeir það. Þeir vissu að það væri þarna. En svona er þetta bara. Ég nauðgaði engum, ég framdi ekki barnaníð eða slíkt. Við viljum ekki hafa slíkt fólk á okkar gangi,“ segir Marko í þáttunum. 

Markmið þáttanna er að veita áhorfendum sjaldséða innsýn í þau fjölbreyttu fangelsi sem finna má víða um heim og hversu krefjandi lífið getur verið, bæði fyrir fanga og fangaverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×