Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2026 11:33 Liverpool er eitt sex enskra liða sem gætu mögulega öll verið að fara beint í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Eric Verhoeven Óhætt er að segja að spennandi kvöld sé í vændum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar allir átján leikirnir í lokaumferðinni fara fram á sama tíma. Mögulegt er að ensku liðin sex komist öll beint í 16-liða úrslit keppninnar. Hægt verður að fylgjast með öllu sem gerist í kvöld í Meistaradeildarmessunni, sem hefst klukkan 19:30 á Sýn Sport, og í textalýsingu á Vísi. Barist er á ýmsum vígstöðvum en mesta spennan felst í að sjá hvaða lið enda í hópi átta efstu, og komast þar með beint í 16-liða úrslitin, og hvaða lið enda í sæti 9-24 og komast þar með í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum. Standings provided by Sofascore Tölfræðiveitan Opta hefur metið líkurnar fyrir hvert lið á að enda í hópi átta efstu liðanna og telur að Manchester City komi sér upp í þann hóp, með sigri gegn Galatasaray. Baráttan þarna verður óhemju hörð því City er í hópi átta liða í 6.-13. sæti sem öll eru með 13 stig. Markatala, eða þá fjöldi skoraðra marka ef markatalan er jöfn, gæti því haft gríðarlega þýðingu fyrir liðin. Newcastle á afar erfiðan leik við PSG á útivelli og gæti sogast niður úr hópi átta efstu en Liverpool tekur á móti Qarabag og á góða möguleika á að enda mjög ofarlega. Arsenal getur gulltryggt efsta sætið með heimasigri gegn botnliði Kairat, Tottenham glímir við Frankfurt á útivelli og Chelsea sækir heim Napoli sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Líkurnar fyrir efstu átján liðin. Eins og sjá má eru aðeins Arsenal og Bayern alveg örugg um sæti meðal átta efstu, og Arsenal nánast öruggt um efsta sætið. Manchester City, Tottenham, Atlético Madrid og Chelsea eru meðal þeirra sem berjast um sæti meðal átta efstu.Opta Analyst Baráttan er ekki síður spennandi neðar í töflunni þar sem liðin berjast um að enda í 24. sæti eða ofar. Tólf lið ljúka keppni í kvöld og eru fjögur lið (Frankfurt, Slavia Prag, Villarreal og Kairat) þegar búin að glata möguleikanum á að komast áfram. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er í hópi þeirra sem berjast um að komast áfram en liðið þarf þá stig eða sigur gegn Barcelona á Spáni. Börsungar sýna þar sjálfsagt enga vægð en þeir eru á barmi þess að missa af sæti meðal átta efstu. Napoli, Club Brugge, Bodö/Glimt og fleiri berjast um áframhald í keppninni. Líkurnar fyrir neðri átján liðin. Fjögur þeirra eiga enga möguleika lengur en Napoli, Club Brugge og FCK eru meðal þeirra sem berjast um að komast í hóp 24 efstu liðanna og þar með áfram í umspilið.Opta Analyst Lokastaðan í kvöld mun svo ráða miklu um leið liðanna að úrslitaleiknum í Búdapest 30. maí. Þannig munu tvö efstu liðin ekki geta mæst fyrr en í fyrsta lagi í úrslitaleiknum. Hið sama á við um liðin í 3. og 4. sæti, og svo framvegis, eins og myndin hér að neðan sýnir en hún miðar við núverandi stöðu í deildinni. Svona lítur útsláttarkeppnin út miðað við núverandi stöðu. Þegar lokastaðan liggur fyrir vita liðin í 9.-24. sæti hvaða tveimur liðum þau gætu mætt í umspilinu. Liðin sem fara beint í 16-liða úrslit sjá svo mögulega mótherja sína úr fjögurra liða hópi.UEFA Drátturinn í umspilið verður því þannig að aðeins tveir mótherjar koma til greina fyrir hvert lið, til að mynda liðin í 23. og 24. sæti fyrir liðin sem enda í 9. og 10. sæti, og liðin í 21. og 22. sæti fyrir liðin sem enda í 11. og 12. sæti. Dregið verður í umspilið í hádeginu á föstudag. Umspilið er svo 17.-18. og 24.-25. febrúar og í kjölfarið er drátturinn í 16-liða úrslit 27. febrúar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með öllu sem gerist í kvöld í Meistaradeildarmessunni, sem hefst klukkan 19:30 á Sýn Sport, og í textalýsingu á Vísi. Barist er á ýmsum vígstöðvum en mesta spennan felst í að sjá hvaða lið enda í hópi átta efstu, og komast þar með beint í 16-liða úrslitin, og hvaða lið enda í sæti 9-24 og komast þar með í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum. Standings provided by Sofascore Tölfræðiveitan Opta hefur metið líkurnar fyrir hvert lið á að enda í hópi átta efstu liðanna og telur að Manchester City komi sér upp í þann hóp, með sigri gegn Galatasaray. Baráttan þarna verður óhemju hörð því City er í hópi átta liða í 6.-13. sæti sem öll eru með 13 stig. Markatala, eða þá fjöldi skoraðra marka ef markatalan er jöfn, gæti því haft gríðarlega þýðingu fyrir liðin. Newcastle á afar erfiðan leik við PSG á útivelli og gæti sogast niður úr hópi átta efstu en Liverpool tekur á móti Qarabag og á góða möguleika á að enda mjög ofarlega. Arsenal getur gulltryggt efsta sætið með heimasigri gegn botnliði Kairat, Tottenham glímir við Frankfurt á útivelli og Chelsea sækir heim Napoli sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Líkurnar fyrir efstu átján liðin. Eins og sjá má eru aðeins Arsenal og Bayern alveg örugg um sæti meðal átta efstu, og Arsenal nánast öruggt um efsta sætið. Manchester City, Tottenham, Atlético Madrid og Chelsea eru meðal þeirra sem berjast um sæti meðal átta efstu.Opta Analyst Baráttan er ekki síður spennandi neðar í töflunni þar sem liðin berjast um að enda í 24. sæti eða ofar. Tólf lið ljúka keppni í kvöld og eru fjögur lið (Frankfurt, Slavia Prag, Villarreal og Kairat) þegar búin að glata möguleikanum á að komast áfram. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er í hópi þeirra sem berjast um að komast áfram en liðið þarf þá stig eða sigur gegn Barcelona á Spáni. Börsungar sýna þar sjálfsagt enga vægð en þeir eru á barmi þess að missa af sæti meðal átta efstu. Napoli, Club Brugge, Bodö/Glimt og fleiri berjast um áframhald í keppninni. Líkurnar fyrir neðri átján liðin. Fjögur þeirra eiga enga möguleika lengur en Napoli, Club Brugge og FCK eru meðal þeirra sem berjast um að komast í hóp 24 efstu liðanna og þar með áfram í umspilið.Opta Analyst Lokastaðan í kvöld mun svo ráða miklu um leið liðanna að úrslitaleiknum í Búdapest 30. maí. Þannig munu tvö efstu liðin ekki geta mæst fyrr en í fyrsta lagi í úrslitaleiknum. Hið sama á við um liðin í 3. og 4. sæti, og svo framvegis, eins og myndin hér að neðan sýnir en hún miðar við núverandi stöðu í deildinni. Svona lítur útsláttarkeppnin út miðað við núverandi stöðu. Þegar lokastaðan liggur fyrir vita liðin í 9.-24. sæti hvaða tveimur liðum þau gætu mætt í umspilinu. Liðin sem fara beint í 16-liða úrslit sjá svo mögulega mótherja sína úr fjögurra liða hópi.UEFA Drátturinn í umspilið verður því þannig að aðeins tveir mótherjar koma til greina fyrir hvert lið, til að mynda liðin í 23. og 24. sæti fyrir liðin sem enda í 9. og 10. sæti, og liðin í 21. og 22. sæti fyrir liðin sem enda í 11. og 12. sæti. Dregið verður í umspilið í hádeginu á föstudag. Umspilið er svo 17.-18. og 24.-25. febrúar og í kjölfarið er drátturinn í 16-liða úrslit 27. febrúar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira