Handbolti

Á­fall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu

Aron Guðmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu
Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu

Króatíska landsliðið, sem spilar undir stjórn Dags Sigurðssonar á Evrópumótinu í handbolta, hefur orðið fyrir áfalli skömmu fyrir örlagastundu í milliriðlum í dag. 

Lykilmaður liðsins, Zvonimir Srna verður ekki meira með liðinu á mótinu eftir að hafa meiðst gegn Slóveníu í gær. Króatía mætir Ungverjalandi seinna í dag.

Um vöðvameiðsl er að ræða sem munu halda Srna frá keppni en Diana Nerisa Ceska hefur verið kallaður inn í króatíska landsliðshópinn í stað Srna. 

Króatar eru í baráttunni um að komast áfram í undanúrslit mótsins og kemur það í ljós, meðal annars eftir leik Slóvena og Íslands sem nú stendur yfir, hvað liðið þarf að gera gegn Ungverjum til þess að tryggja sig áfram upp úr milliriðlinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×