Innherji

„Tókst að kynda undir verðbólgu­bálið“ og út­séð um vaxtalækkanir á næstunni

Hörður Ægisson skrifar
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, en sérfræðingar Acro verðbréfa segja að stjórnvöldum hafi tekist að kynda undir verðbólgubálinu með þeim skattkerfisbreytingum sem voru innleiddar um áramót.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, en sérfræðingar Acro verðbréfa segja að stjórnvöldum hafi tekist að kynda undir verðbólgubálinu með þeim skattkerfisbreytingum sem voru innleiddar um áramót. Vísir/vilhelm

Með skattkerfisbreytingum stjórnvalda um áramótin „tókst heldur betur að kynda undir verðbólgubálið“ en vísitala neysluverðs hækkaði margfalt meira í janúar en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa rokið upp og peningastefnunefnd Seðlabankans getur gert lítið annað en „legið á bæn og vonað það besta“, segja sérfræðingar ACRO.


Tengdar fréttir

„Óttast“ að næsti gluggi fyrir vaxtalækkun verði ekki fyrr en í maí

Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur hækkað skarpt undanfarnar vikur eftir röð neikvæðra verðbólgutíðinda, sem virðist að mestu „heimasmíðað af hinu opinbera“, og búið er að slá verulega á væntingar um vaxtalækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Sérfræðingur á skuldabréfamarkaði segist „óttast“ að næsti gluggi fyrir lækkun vaxta verði ekki fyrr en í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×