Handbolti

Mis­jöfn dags­verk á fyrstu æfingu í Herning

Valur Páll Eiríksson skrifar
Snorri Steinn var léttur á blaðamannafundi fyrir æfinguna og einnig þegar út á gólf var komið.
Snorri Steinn var léttur á blaðamannafundi fyrir æfinguna og einnig þegar út á gólf var komið. Vísir/Vilhelm

Landslið karla í handbolta æfði í keppnishöllinni Boxen í Herning í dag þar sem liðið mætir heimsmeisturum Dana í undanúrslitum á EM á morgun.

Gengið hefur á ýmsu frá því að Ísland vann Slóveníu í gær til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum. Menn voru á bleiku skýi eftir leik í gær en í dag var ferðadagur og við tók rúmlega þriggja klukkustunda rútuferð til Herning á Jótlandi.

Miðamál hafa verið mikið til umræðu en einhverjir leikmanna gátu ekki boðið þeim fjölskyldumeðlimum sem þeir vildu vegna fárra miða sem buðust frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF.

Sambandið sætti einnig gagnrýni Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Króatíu, vegna töluvert minni hvíldartíma sem hans liði bauðst í samanburði við andstæðingana. Sama staða er uppi hjá Íslandi sem hlaut minni hvíld en Danir.

Strákarnir voru þó léttir á æfingu dagsins og eftirvæntingin mikil fyrir leiknum á morgun. Enda í fyrsta sinn í 16 ár sem Ísland kemst á þetta stig.

Viggó Kristjánsson og Haukur Þrastarson hituðu upp á þrekhjólum á meðan Ómar Ingi Magnússon sat á nuddbekk. Aðrir fóru í skallatennis og gleðin mikil.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti á æfingunni í Herning.

Björgvin Páll í skallatennis.Vísir/Vilhelm
Orri Freyr ferskur.Vísir/Vilhelm
Brosað hringinn í Herning.Vísir/Vilhelm
Eitthvað áhugavert hefur átt sér stað hinu megin í salnum.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi lá á nuddbekk meðan aðrir spörkuðu bolta.Vísir/Vilhelm
Handboltarnir voru einnig til staðar.Vísir/Vilhelm
Arnar að bjarga málunum í skallatennisnum.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×