Innlent

Ráð­herra situr fyrir svörum, gleði­tíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um hand­bolta

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Ríkisstjórnin hefði mátt bíða með breytingar á opinberum gjöldum þar til verðbólgan myndi hjaðna. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka. Formaður VR segir það ekki náttúrulögmál að fyrirtæki velti öllu út í verðlagið. Kjarasamningar springi í haust ef fyrirtækin fara þessa leið. Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna sem er umfram svartsýnustu spár. Þá mætir fjármálaráðherra í myndver og svarar spurningum.

Eftir tvö vonbrigðaár í loðnunni bárust loks gleðitíðindi í dag þegar Hafrannsóknastofnun lagði til fimmföldun loðnukvótans. Kristján Már Unnarsson fer yfir málið.

Þá hittum við umboðsmann barna sem hefur fengið erindi frá börnum sem spyrjast fyrir um réttindi sín eftir að foreldrar hafa birt af þeim myndir á samfélagsmiðlum. Umboðsmaður segir að myndir sem voru birtar í góðri trú geti verið nýttar í annarlegum tilgangi.

Auk þess sjáum við frá hasar á Alþingi, hittum konu sem hafði aldrei heyrt minnst á handbolta fyrr en hún flutti til Íslands og verðum í beinni frá risastórri briddshátíð.

Í Sportpakkanum hitum við að sjálfsögðu upp fyrir leik okkar gegn Dönum á morgun og í Íslandi í dag kíkir Sindri í morgunkaffi til Péturs Marteinssonar – sem vill verða borgarstjóri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×