Handbolti

Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði krafta­verk í kvöld“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Séra Guðni Már Harðarson vonast til að fá æðri máttarvöld með Íslendingum í lið í kvöld.
Séra Guðni Már Harðarson vonast til að fá æðri máttarvöld með Íslendingum í lið í kvöld. sýn sport

Séra Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, er einn þeirra fáu Íslendinga sem verða svo heppnir að vera á leik Danmerkur og Íslands í undanúrslitum EM 2026 í handbolta. Guðni tók áhættu sem borgaði sig.

„Í hálfleik á Svíaleiknum sagði ég: Við erum að fara að gera þetta. Notaði bara síðuna ViaGogo. Maður verður að treysta,“ sagði Guðni í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og horfði til himins.

Klippa: Séra Guðni hefur trú á kraftaverki í kvöld

Guðni var í Malmö þar sem milliriðill II var spilaður og hafði fulla trú á að íslenska liðið kæmist til Herning þar sem úrslitahelgi Evrópumótsins fer fram.

„Ég er búinn að vera viss um að við kæmumst í undanúrslitin og það reyndist rétt. Það er grunnurinn að þessu, að trúa að við förum alla leið. Ég ætla líka að trúa að það verði kraftaverk í kvöld,“ sagði Guðni. 

Presturinn hefur trú þrátt fyrir að Íslendingar verði í miklum minnihluta í stúkunni í Jyske Bank Boxen í kvöld og vísaði í söguna um Davíð og Golíat.

„Maður er svona: Ég á ekki heima hérna. En þannig var það líka þegar Davíð sigraði Golíat. Filistearnir voru miklu fleiri. Davíð var ekki stór en hafði trú,“ sagði Guðni.

Viðtalið við Guðna og tvo félaga hans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×