Handbolti

„Við munum þurfa eitt­hvað extra til að vinna“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arnór Atlason ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leik Íslands og Danmerkur.
Arnór Atlason ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leik Íslands og Danmerkur. sýn skjáskot

„Menn eru búnir að berjast fyrir þessu mjög lengi, núna erum við komnir og við erum ekki hættir. Maður skynjar það alveg á strákunum“ segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fyrir slaginn gegn Danmörku í kvöld. Mögulega mun Ísland koma andstæðingnum aðeins á óvart. 

„Við vitum að verkefnin verða ekki mikið stærri í handboltaheiminum. Við munum leggja allt í sölurnar. Við vitum að við erum góðir, við höfum sýnt það á mótinu að þegar við erum góðir þá erum við mjög góðir“ hélt Arnór áfram.

Hann vildi ekki gefa upp hvort Sigvaldi Björn Guðjónsson yrði með í leik kvöldsins og sagði íslenska stuðningsmenn bara þurfa að bíða eftir leikskýrslunni, sem kemur um klukkutíma fyrir leik.

Þá sagði Arnór mögulegt að Ísland myndi koma Danmörku einhvern veginn á óvart.

„Við sjáum til. Við treystum mikið á það sem við leggjum upp með, það hefur skilað okkur hingað, en við vitum að við munum þurfa eitthvað extra til að vinna Danina.“

Að lokum kvaðst Arnór bjartsýnn á íslenskar sigur í kvöld.

„Alltaf bjartsýnn. Allir spenntir, alla hlakkar til og allir munu gefa hundrað prósent í þetta.“

Klippa: Arnór Atlason: Ísland mun mögulega brydda upp á nýjungum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×