Helmingur Öskjuvatns íslaus vegna mögulegrar kvikusöfnunar
Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út á vatnið. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að flugið í dag hafi styrkt hann enn frekar í þeirri trú sinni að bráðnunin stafi af aukinni jarðhitavirkni vegna kvikusöfnunar.