Meiri Íslendingur en Norðmaður
Amanda Andradóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, segir það skemmtilega tilhugsun að spila mögulega á móti Noregi í kvöld á EM í fótbolta. Amanda á bæði rætur að rekja til Íslands sem og Noregs og valdi íslenska landsliðið fram yfir það norska á sínum tíma.