Dagur heilags Patreks haldinn hátíðlegur
Dagur heilags Patreks, eða St. Patrick's day, er víða haldinn hátíðlegur í dag. Á þessum degi, og dagana á undan, gera Írar sér dagamun og halda veglega þjóðhátíð, líkt og sjá má á þessum myndum frá höfuðborginni Dublin. Það eru þó fleiri en íbúar Írlands sem halda daginn hátíðlegan, en hann er einkum fyrirferðarmikill í Bandaríkjunum.