Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb
Fjöldi Íslendinga er saman kominn í Zagreb í Króatíu til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu. Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 í kvöld. Fyrir leikinn komu stuðningsmenn íslenska liðsins saman á barnum Johann Franck í miðborg Zagreb.