Amman í Svartárkoti fékk stóra vinninginn

Það stefndi í að jörðin Svartárkot í Bárðardal færi í eyði þegar tvær dætur Elínar Baldvinsdóttur húsfreyju ákváðu ásamt eiginmönnum sínum að taka við búrekstrinum. „Það var stóri vinningurinn í happadrættinu,“ segir Elín í þættinum Um land allt á Stöð 2. Dóttir hennar, Guðrún, varð fyrst kvenna formaður Bændasamtaka Íslands og dóttursonurinn, Tryggvi Snær, er óvænt orðinn landsliðsmaður og atvinnumaður í körfuknattleik.

3846
05:37

Vinsælt í flokknum Um land allt