Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jólabingó Blökastsins á sunnu­dag

Litlu jól Blökastsins fara fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpi Vísis klukkan 19:30 sunnudaginn 7. desember næstkomandi. Auddi, Steindi og Egill ætla að hafa það huggulegt á náttfötunum með heitt kakó og hvetja áhorfendur til þess að gera slíkt hið sama.

Jól
Fréttamynd

Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark

Að velja jólagjöf er skemmtilegt verkefni en getur verið áskorun. Í desember lengist listinn yfir þau sem okkur langar að gleðja með hverjum deginum og ekki alltaf ljóst hvað hentar hverjum og einum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem hitta í mark.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kvíðir þú jólunum?

Þegar má sjá ýmis merki þess að jólin séu í vændum og margir fá hnút í magann. Jólin, og undirbúningur þeirra, eru nefnilega allskonar hjá fólki og sjaldnast tóm sæla. Þó væntum við þess að við séum hamingjan uppmáluð á þessum tímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Jóla­gjafir sem gleðja hárið og hjartað

Á hverju ári, þegar veturinn leggst yfir og jólaljósin lýsa upp leitum við að gjöfum sem gleðja. Hárvörukassar hátíðarinnar hafa orðið að einni vinsælustu fegurðargjöf ársins og ekki að ástæðulausu. Þeir sameina gæði, fagþekkingu og hátíðlega umhyggju í fallegum pökkum sem gera bæði hárið og hjartað hlýrra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ilmandi jóla­glögg að hætti Jönu

Jólavertíðin nálgast og eru margir þegar komnir í hátíðarskap. Heilsukokkurinn Jana Steingríms deilir hér uppskrift að ilmandi og hollu jólaglöggi sem er tilvalið að bjóða upp á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Fordæmalaus skortur á skötu

Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn.

Neytendur
Fréttamynd

Betri en hefð­bundnar sörur

Jólaandinn færist smám saman yfir landsmenn, fagurskreytt hús lýsa upp göturnar og jólalög óma víða. Margir eru þegar byrjaðir að baka smákökur fyrir hátíðirnar og matgæðingurinn Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftasíðunni Döðlur og smjör, er þar á meðal.

Jól
Fréttamynd

Gatna­mótin opin á ný við Fjarðar­kaup

„Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir.

Samstarf
Fréttamynd

Til­kynntu hver jóla­gjöf ársins væri

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur tilkynnt að jólagjöf ársins sé praktísk gjöf sem skilur eitthvað eftir sig. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að um óvanalega gjöf sé að ræða en hún fylgi samt sem áður tíðarandanum. 

Lífið
Fréttamynd

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf