Snorri Steinn um ákvörðun Arons
Eftir afar farsælan feril hyggst handboltamaðurinn Aron Pálmarsson leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Landsliðsþjálfari Íslands segir áhrifin af brotthvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóðavísu standi Aron framarlega í sögulegu tilliti og hvað Ísland varðar séu hann og Ólafur Stefánsson þeir langbestu handboltamenn sem við höfum átt.