Heiðra þau sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Bandaríkjastjórnar

Hópur Bandaríkjamanna sem býr hér á landi og kallar sig "indivisible Iceland" kom saman við Reykjavíkurtjörn og stóð fyrir kertafleytingu síðdegis í tilefni ársafmælis Trumpstjórnarinnar. Þau segjast vilja standa saman gegn því ofbeldi sem ICE, innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, beitir óbreytta borgara og vilja heiðra minningu fórnarlamba þess. Fólkið kallar eftir því að íslenska ríkisstjórnin standi með mannréttindum og lýðræði með því að fordæma framgöngu eftirlitsaðila ICE.

2
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir