Segir af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda
Guðmundur Ingi Kristinsson hefur ákveðið að segja af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Ráðherra greinir sjálfur frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Guðmundur Ingi hefur verið í leyfi frá störfum síðan í byrjun desember og gekkst undir hjartaaðgerð undir lok þess mánaðar.