40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs
Fjörutíu ár eru í dag frá því að Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hóf Íslandsgöngu sína þá 36 ára gamall en hann gekk hringinn í kringum landið til að safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum. Félagi hans þar, hann Kristján Atli, ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni.