Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm

Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

50 milljóna króna sekt stendur

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Nær að þakka en að krefja ríkið bóta

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gagnrýnir útgerðir sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins vegna makrílkvóta. Telur að þau ættu að þakka fyrir að ráðherra hafi staðið í lappirnar og varið rétt þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur.

Innlent
Fréttamynd

Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta

Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

„Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“

Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda.

Innlent
Fréttamynd

Costco sýknað í innkaupakerrumáli

Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli.

Innlent