Dómur þyngdur um eitt og hálft ár vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 17:36 Ráðist var á þremenningana þegar þau voru á leið heim af skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í síðasta mánuði Brynjar Kristensson til tveggja ára fangelsisvistar vegna stórfelldrar líkamsárásar sem hann tók þátt í þann 19. febrúar 2017. Brynjar hafði áður verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í héraðsdómi. Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira. Dómsmál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Brynjar og þrír aðrir voru ákærðir í héraðsdómi fyrir að hafa ráðist að þremur í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar 2017. Líkamsárásin náðist að hluta til á myndbandsupptöku og var sú upptaka meginatriði í málinu. Hinir mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að málinu voru sakfelldir í héraðsdómi árið 2019. Brynjar var sakfelldur þar sem dómurinn taldi ljóst að hann mætti sjá á upptökum sem náðust af árásinni. Þremenningarnir sem ráðist var á voru á leið heim af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópurinn réðst á þau. Meðal þeirra sem ráðist var á er Eyvindur Ágúst Runólfsson, sonur Runólfs Ágústssonar fyrrverandi rektors við Háskólann á Bifröst. Runólfur skrifaði langan Facebook-pistil stuttu eftir atvikið þar sem hann lýsti því sem gerðist. Auk Eyvindar var ráðist á kærustu hans og vin. Eyvindur fékk heilablæðingu í kjölfar árásarinnar en hin tvö sluppu með mar og skrámur. Fram kemur í dómnum að konunni hafi verið hrint í vegg og svo niður á jörðina þannig að hún hlaut eymsli yfir hnakka, mar og skrámur. Hinn maðurinn hafði verið sleginn niður af árásarmönnunum og sparkað í hann liggjandi. Hann sagði fyrir rétti að hann hafi misst meðvitund eftir fyrsta höggið. Eyvindur varð fyrir árás Brynjars og annars karlmanns sem veittu honum hnefahögg í höfuðið. Fram kemur í dómnum að þeir hafi síðan tekið hann taki og hent honum á vegg þannig að hann skall á veggnum og féll svo í jörðina. Því hafi verið fylgt eftir með spörkum í líkama hans og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut stóran skurð á höfði, merki um heilamar, heilahristing og fleira.
Dómsmál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira