
Enn af hlerunum
Enn hefur athyglin beinzt að símahlerunum lögreglunnar, eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að tugum manna, sem höfðu stöðu grunaðra í rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á bankahruninu, hefði á síðustu vikum verið greint bréflega frá því að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilfellum leið hálft annað ár frá því að heimild fékkst til hlerana og þar til viðkomandi var tilkynnt um hlerunina.