
Mikilvæg spurning gleymist
Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni.