
Snilldin ein
Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti.