Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Börn innan seilingar

Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að „gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?

Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám.

Skoðun
Fréttamynd

Litlu ljósin á Gaza

Á undan kvöldfréttum RÚV birtast okkur skjámyndir sem eru einhver konar skjáskot af því sem ber hæst hverju sinni. Fyrir nokkrum dögum síðan gat maður séð í slíku skjáskoti ánægð saklaus íslensk börn dansandi á leiksviði. Það yljaði en bara í nokkrar sekúndur.

Skoðun
Fréttamynd

Stað­reyndir eða „mér finnst“

Staða sjávarútvegs á Íslandi er enn og aftur orðin að bitbeini. Að þessu sinni vegna frumvarps um tvöföldun á veiðigjaldi sem ríkisstjórn hefur gert að forgangsmáli. Enn hafa engar greiningar verið lagðar fram um áhrifin af þeirri tvöföldun.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­magna á­fram hernað Rúss­lands

„Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær..

Skoðun
Fréttamynd

Frí­dagar í klemmu

Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfn vernd fyrir öll börn í ver­öldinni

Dagarnir 8. og 9. maí eru minningardagar stríðsloka árið 1945. Markmiðið er að heiðra minningu allra sem töpuðu lífinu í hildarleiknum. Einnig að finna leiðir til að hatrið, hrokinn og heimskan verði ekki aftur ríkjandi. Við megum ekki láta bugast, við megum ekki gefast upp. Mótmælum illskunni!

Skoðun
Fréttamynd

Hverju hef ég stjórn á?

Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma.

Skoðun
Fréttamynd

Metnaður eða metnaðar­leysi?

Á langri starfsævi, í meira en 40 ár starfaði ég sem kennari í íslensku skólasamfélagi. Ég tel mig, í ljósi þess, hafa rétt til og vit á að skrifa þau orð sem fylgja þessum inngangsorðum mínum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er allt í vinnslu“

Húsnæðisstaða fatlaðs fólks á Íslandi er ekki til fyrirmyndar og kannski er unga fólkið okkar sá hópur sem hvað helst finnur fyrir því í dag. Staða þeirra einkennist af vanefndum eða ófjármögnuðum aðgerðum sem leiða til þess að ákveðinn hópur er fastur í foreldrahúsum eða býr við óásættanlegan kost í einhvers konar samkrulli við annað fatlað fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Arð­semi og til­gangur - eitt úti­lokar ekki annað

Án hagnaðar er erfitt fyrir fyrirtæki að fjárfesta, bæta kjör starfsfólks eða vaxa á heilbrigðan hátt. Það dylst engum að ríkjandi hugmynd hefur einmitt verið sú að meginmarkmið fyrirtækja sé að hámarka fjárhagslegan hagnað fyrir hluthafa.

Skoðun
Fréttamynd

Iðnaðarstefna – stökk­pallur inn í næsta hagvaxtarskeið

Gott samfélag verður ekki til af sjálfu sér. Öflugt atvinnulíf er kjarninn en það krefst skýrrar sýnar, stefnu og samstillts átaks. Það er þar sem verðmætin verða til sem gera okkur kleift að fjárfesta í velferð, menntun og framtíð. Með því að skapa spennandi og verðmæt störf og tryggja að fólk hafi tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu, leggjum við grunn að samfélagi þar sem lífskjör eru góð. Stjórnendur, starfsfólk og eigendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvernig til tekst en það er líka undir stjórnvöldum komið, þau móta leikreglurnar. Með ákvörðunum, orðum og gjörðum hafa stjórnvöld áhrif á hvernig til tekst á hverjum einasta degi.

Skoðun
Fréttamynd

Hættum að bregðast ís­lensku hryssunni

Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð

Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými.

Skoðun
Fréttamynd

Áður en það verður of seint

Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola.

Skoðun
Fréttamynd

Lygin lekur niður á hökuna

Eftir að Sigurbjörgu, fimmtugri dóttur minni og langt gengnum fíkli, var fleygt út á gangstéttina við Bríetartún í gærmorgun brá skyndilega svo við að bæði Vísir og DV náðu tali af Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða. Eftir að hafa lesið þessi viðtöl sat ég nokkra stund og horfði á myndina af þessari konu. Og ég gat ekki að því gert, að mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni, líkt og þegar smábörn slefa.

Skoðun