Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Þorvaldur Gylfason: Nefndin stóðst prófið

Á fundi með rannsóknarnefnd Alþingis í janúar 2009 lýsti ég þeirri skoðun fyrir nefndinni, að hlutverk hennar væri að svipta gagnsærri hulunni af því, sem allir vissu. Ég brýndi fyrir nefndinni, að í útlöndum væri vandlega fylgzt með störfum hennar, þar eð ríkir erlendir hagsmunir væru bundnir við, að nefndin skilaði trúverðugri skýrslu. Hvaða hagsmunir? Erlendir lánardrottnar og sparifjáreigendur biðu mikinn skaða við bankahrunið, auk þess sem aðrar þjóðir hafa eftir hrun lánað Íslendingum mikið fé í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma landinu yfir erfiðasta hjallann. Nefndin stóðst prófið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Sterkari rammi

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri til umbóta á að nýta

Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Æskan og óttinn

Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þessum tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almannavarnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur".

Bakþankar
Fréttamynd

Gerður Kristný: Vika svörtu bókarinnar

Frá því vorið 1986 hef ég skrifað niður hjá mér hverja einustu bók sem ég hef lesið í svarta stílabók. Þess vegna er hægur vandi að sjá að í maí fyrir 24 árum las ég Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis, Svein Elversson eftir Selmu Lagerlöf, Barn náttúrunnar og Sjálfstætt fólk eftir Halldór

Bakþankar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Dellukenningar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis setur í nýtt ljós ýmsar vinsælar hugmyndir, sem settar voru eftir bankahrunið um orsakir þess. Óhætt er að segja að sumar þeirra skýtur hún í kaf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þorsteinn Pálsson: Hófsemdarstefnan blásin af

Í framhaldi af rannsóknarskýrslunni þótti forsætisráðherra rétt að biðjast afsökunar á því að Samfylkinguna hefði borið af leið norrænnar velferðarhyggju með því að innleiða Blairismann. Hann var því blásinn af. Hvers vegna?

Fastir pennar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Klístraðir puttar

Ég veit að ég er frekar seinn að skrifa þetta, en ég nenni bara ekki að tala um eldgos: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom skemmtilega á óvart. Ég var einn af þeim sem bjuggust við skraufþurrum stofnanatexta um mál sem þegar hafa litið dagsins ljós. Annað kom á daginn því mörg ummæli og lýsingar eru eins og úr bestu kvikmyndum. En þið vitið það nú þegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Jón Sigurður Eyjólfsson: Skortur hins ríka

Ísland er dásamlegt land. Þar er náttúran með fegursta móti. Hún er hrjúf, köld, eldheit og taumlaus, rétt eins og litríkt mannfólkið sem er fjörugt til orðs og æðis. Þótt aðrar þjóðir eigi sér lengri sögu getum við mætavel verið stoltir af okkar. Fjöldinn allur hefur menntað sig víða um heim og landinn er vel upplýstur.

Bakþankar
Fréttamynd

Pawel Bartoszek: Róló burt?

Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: Rannsóknar þörf

Þúsundir lífeyrisþega standa frammi fyrir því þessa dagana að kjör þeirra versna vegna skerðingar greiðslna úr sjóðunum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að ástæður skerðingarinnar væru einkum tvær; stærsta skýringin væri bankahrunið en jafnframt þyrfti að bregðast við hækkandi meðalaldri sjóðfélaga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: You ain‘t seen nothing yet

Fleyg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um íslenzka viðskiptaundrið rifjuðust upp þegar hann lýsti því yfir við brezka ríkissjónvarpið, BBC, að gosið í Eyjafjallajökli væri nú bara smáæfing fyrir Kötlugos, sem ekki væri spurning hvort heldur hvenær brytist út, með hrikalegum afleiðingum fyrir Ísland og heimsbyggðina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kolbeinn Proppé: Forsetinn gegn þjóðinni

Merkilegt ástand skapaðist í upphaf síðustu viku á Íslandi. Þau bjartsýnustu höfðu vonað að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, loksins þegar hún kæmi út, brygði einhverri ljóstíru á orsakir efnahagshrunsins. Þau svartsýnustu töldu hana gagnlausa. Enginn þorði að vona að í henni væri að finna það sem hún reyndist síðan geyma; heiðarlegt uppgjör við alla kima samfélagsins. Háa og lága, stjórnmál og eftirlitsstofnanir, þátttakendur og þá sem ekkert gerðu, bankamenn og stjórnendur banka. Allir fengu sinn skerf af gagnrýni. Og sátt skapaðist.

Bakþankar
Fréttamynd

Einar Már Jónsson: Radísurnar

Í almennum ritum um sögu Frakklands á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar greinir frá því að þá var andúð á lýðræði útbreidd í landinu, uppivöðslusamir flokkar geystust um með hávaða og látum, haldnir voru mótmælafundir sem lyktaði stundum með óeirðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Anna Margrét Björnsson: Af grárri leðju og dómsdagsspám

Ætli það sé ekki neisti innra með flestum okkar sem þrífst á spennu. Adrenalínkikkinu þegar við uppgötvum að við sitjum ekki einráð við stjórnvölinn og að lífið gæti hlaupið með okkur í áttir sem við ætluðum ekki að fara í. Eldgos og náttúruhamfarir kynda í þessum neista og þrátt fyrir

Bakþankar
Fréttamynd

Sverrir Jakobsson: Iðrun og endurmat

Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar alþingis um bankahrunið mánudaginn 12. apríl er stórviðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Hún er það ekki endilega vegna þess að allt sem stendur í skýrslunni komi fólki á óvart eða sé nýmæli. En skýrslan gefur ómetanlega innsýn í pólitíska menningu og viðskipti á Íslandi undanfarinn áratug. Ekki er lengur hægt að efast u

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: Afsagnir og afsökunarbeiðnir

Þrír þingmenn hafa nú brugðizt við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis með því að segja af sér embættum eða fara tímabundið í leyfi frá þingstörfum. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er í skýrslunni talinn hafa sýnt af sér vanrækslu, ásamt tveimur öðrum ráðherrum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Guðmundur Andri Thorsson: „Ekkert það myrkur er til…“

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa varanleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „tilraunin Ísland" fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spillingin þykk og vanhæfnin altæk.

Skoðun
Fréttamynd

Hvenær var ekki við snúið?

Umræður um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis bera þess eðlilega merki að hún hafði ekki að geyma ný sannindi um orsakir fyrir hruni krónunnar og bankanna. Á hinn bóginn skýrir skýrslan býsna vel samhengi og baksvið þess sem gerðist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Páll Baldvin Baldvinsson: Mikillæti

Mannlífi hér við ysta haf reynist margt mótdrægt þessi dægrin. Djúpin rymja og af landinu leggur langan slóða suður og austur sem minnir á fyrri öskuský sem ollu á sínum tíma umfangsmiklum byltingum og tímabærum breytingum á stjórnarháttum víða á meginlandi Evrópu. Athygli umheimsins beinist enn hingað norður og aftur eru tíðindin sem héðan berast neikvæð öllum þorra manna. Ekkert lát er á mótlæti okkar. Og á sama tíma og öskusallinn leggst yfir öræfi og gróin héruð er æ ljósara að hula tímans er ekki lögst yfir þær efnahagslegu hamfarir sem skóku samfélagið og skildu það eftir í sárum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Davíð Þór Jónsson: Góðar fyrirmyndir

Það er gott eiga sér fyrirmyndir. Það er hollt að geta dáðst að eftirsóknarverðum eiginleikum og hæfileikum annarra og leggja sig í framkróka við að tileinka sér þá til að bæta sjálfan sig og verða eilítið aðdáunarverðari sjálfur.

Bakþankar
Fréttamynd

Páll Baldvin Baldvinsson: Hugsað til kartöflubænda

Þessa dagana eru kartöflubændur þungstígir. Öskulag er lagst á garðana austurfrá og enn ekki ljóst hvaða áhrif efnasamsetning öskunnar hefur á yfirborðslag moldarinnar. Utan öskufallssvæða eru kartöflubændur að gíra sig upp og farnir að huga að útsæði vorsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Júlía Margrét Alexandersdóttir: Fimmtán mínútur af frægð

Stóra stundin rann upp í vikunni. Nokkur þúsund síðna skýrsla kom út og skýrði hvernig Ísland datt úr því hlutverki að vera "upprennandi stjarna" og "bjartasta vonin" á heimsvísu í það að mega í besta falli teljast "one hit wonder". Að vísu getum við huggað okkur við það að eiga fleiri slagara en flestir listamenn sem fengu andann yfir sig í eitt skipti og svo búið. Munurinn á okkur og þeim hagleiksmönnum er að enginn ber kala til Los del Ríó sem slógu í gegn árið 1995 með Macarena eða Right Said Fred sem sagðist vera allt of sexí.

Bakþankar