Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Sums staðar tífalt fleiri útlendingar

Á aðeins fjórum árum hefur orðið stórbreyting í lýðfræði lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Dæmi um að erlendum ríkisborgurum fjölgi meira en tífalt vegna ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar sýna AK Extreme aukinn áhuga

Aðstandendur AK Extreme hátíðarinnar sem fram fer í apríl eru nú á fullu í undirbúningi. Þeir finna fyrir stórauknum áhuga frá erlendum snjóbrettaköppum. Keppandi frá Slóvakíu sigraði í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Katie eyddi 1,5 milljónum á sólarhring á Íslandi

Blaðakonan Katie Becker fékk á dögunum áhugavert verkefni frá lífstílssíðunni Coveteur þar sem hún starfar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara, um eina og hálfa milljón króna, og var sagt að eyða sólahring á Íslandi á eins íburðarmikinn hátt og hún gat.

Lífið
Fréttamynd

Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé

Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið.

Innlent
Fréttamynd

Helmingurinn borðar lambið

Rúmur helmingur erlendra ferðamanna sem hingað koma, eða 54 prósent, borðar íslenskt lambakjöt. Þetta sýnir könnun Gallup fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb.

Innlent