Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. Erlent 5. maí 2019 21:09
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Maðurinn var með lungnabólgu og segir að sér hafi liðið hræðilega á meðan hann beið. Innlent 5. maí 2019 18:45
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. Erlent 5. maí 2019 17:08
Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins. Innlent 4. maí 2019 18:45
Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Viðskipti innlent 4. maí 2019 14:25
Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Innlent 4. maí 2019 14:05
Hafnaði ofan í á við lendingu Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John's ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli. Erlent 4. maí 2019 09:18
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 3. maí 2019 23:03
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Viðskipti innlent 3. maí 2019 21:00
Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. Viðskipti innlent 3. maí 2019 19:11
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. Viðskipti innlent 3. maí 2019 16:26
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Innlent 3. maí 2019 12:47
Starfsfólk flugfélagsins grínast með nýja nafnið í árshátíðarmyndbandi Á morgun fer fram árshátíð Icelandair Group sem rekur einnig Air Iceland Connect sem áður hét Flugfélag Íslands. Lífið 3. maí 2019 11:30
Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum Innlent 2. maí 2019 22:00
Verkfalli flugmanna SAS er lokið Verkfallið hefur staðið í sjö daga og haft áhrif á ferðir um 380 þúsund farþega. Viðskipti erlent 2. maí 2019 21:42
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðskipti innlent 2. maí 2019 18:57
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Viðskipti innlent 2. maí 2019 16:03
Helmingslíkur á því að nýja flugfélagið verði að veruleika Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, segir að framtíð nýs flugfélags, sem hann vonast til að koma á laggirnar, skýrist á næstu dögum – jafnvel á morgun. Viðskipti innlent 2. maí 2019 14:08
Langt í land hjá SAS og flugmönnum Flugfélagið SAS hefur alls aflýst 709 ferðum í dag vegna verkfalls flugmanna. Viðskipti erlent 2. maí 2019 11:45
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Viðskipti innlent 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Viðskipti innlent 2. maí 2019 06:10
Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Innlent 1. maí 2019 14:30
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Viðskipti innlent 1. maí 2019 12:30
Sáttatónn í SAS-deilunni en fleiri flugferðum aflýst Vonir standa til þess að flugfélagið SAS geti hafið flug að nýju samkvæmt áætlun eftir hádegi á morgun. Erlent 1. maí 2019 11:20
Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. Viðskipti innlent 1. maí 2019 07:15
Verkfall SAS-flugmanna heldur áfram Flugmenn hafa nú verið í verkfalli í fimm daga. Rúmlega fimm hundruð flugferðum hefur verið aflýst vegna þess í dag. Viðskipti erlent 30. apríl 2019 12:42
Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. Innlent 29. apríl 2019 21:00
Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. Innlent 29. apríl 2019 16:58
Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. Viðskipti erlent 29. apríl 2019 16:08