Woods fór illa að ráði sínu Bæði Tiger Woods og Phil Mickelson fóru illa að ráði sínu undir lokin á hringjum sínum á Masters mótinu í golfi sem er við það að klárast. Golf 12. apríl 2009 21:23
Nær Woods efstu mönnum? Augu margra á Masters mótinu í golfi munu beinast að hollinu sem hefur leik klukkan 17.35 að íslenskum tíma. Þá slá þeir Tiger Woods og Phil Mickelson af fyrsta teig, hálftíma á undan forystusauðunum Angel Cabrera og Kenny Perry. Golf 12. apríl 2009 12:26
Cabrera og Perry í forystu fyrir lokadaginn á Masters Angel Cabrera frá Argentínu og Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hafa forystu fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi eftir keppni dagsins. Golf 11. apríl 2009 23:27
Nýtt met á Mastersmótinu - Kim var með ellefu fugla í dag Anthony Kim setti nýtt met á Mastersmótinu þegar hann náði ellefu fuglum á öðrum hring á Augusta-vellinum í dag. Kim bætti 23 ára gamalt met Nick Price sem náði tíu fuglum árið 1986. Golf 10. apríl 2009 23:30
Tiger er sjö höggum á eftir efstu mönnum á Mastersmótinu Tiger Woods náði ekki að bæta stöðu sína á öðrum degi Mastersmótsins í golfi en hann lék annan hringinn á pari og er á tveimur höggum undir pari. Bandaríkjamennirnir Kenny Perry og Chad Campbell eru efstir og jafnir en þeir hafa spilað fyrstu 36 holurnar á 9 höggum undir pari. Öðrum degi er ekki lokið. Golf 10. apríl 2009 21:00
Campbell í forystu á Augusta Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur tveggja högga forystu á næstu menn á fyrsta degi Masters mótsins í golfi sem fram fer á Augusta vellinum. Golf 9. apríl 2009 23:49
Masters-mótið hafið Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Golf 9. apríl 2009 13:45
Woods er bjartsýnn Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er fullur sjálfstrausts fyrir US Masters mótið í golfi þó hann sé rétt að komast af stað eftir langt hlé eftir hnéuppskurð. Golf 8. apríl 2009 11:17
Birgir Leifur endaði meðal neðstu manna í Portúgal Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék lokahringinn á opna portúgalska mótinu á Evrópumótaröðinni á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Hann endaði mótið í 72. sæti og lék holurnar 72 á átta höggum yfir pari. Golf 5. apríl 2009 13:33
Birgir Leifur í vandræðum á sömu holum og í gær Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson spilaði á fimm höggum yfir pari á þriðja degi opna portúgalska mótinu í dag en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Golf 4. apríl 2009 12:45
Birgir Leifur í gegnum niðurskurðinn Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Estoril-mótinu í Portúgal þó svo hann hafi ekki spilað sérstaklega vel í dag. Golf 3. apríl 2009 19:09
Birgir Leifur í vandræðum í dag: Sex skollar og einn skrambi Það gekk lítið upp hjá atvinnukylfingnum Birgi Leifi Hafþórssyni á öðrum degi á opna portúgalska mótinu á Evrópumótaröðinni. Golf 3. apríl 2009 13:00
Birgir Leifur í tólfta sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi fór vel af stað á Estoril-mótinu sem fram fer í Portúgal. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Golf 2. apríl 2009 19:54
Ballesteros sér fram á stærstu áskorun lífs síns Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros segist vera á góðum batavegi eftir margfaldan heilauppskurð, en segir að nú standi hann fram fyrir stærstu áskorun sinni í lífinu - að ná heilsu á ný. Golf 31. mars 2009 16:45
Allir horfa á Tiger Endurkoma Tiger Woods á golfvöllinn er himnasending fyrir íþróttina. Fólk flykkist að sjónvarpstækjunum til þess að horfa á golf á nýjan leik og það má allt þakka Tiger Woods. Golf 30. mars 2009 21:30
Tiger er kominn á fulla ferð - tryggði sér sigur með lokapúttinu Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Golf 30. mars 2009 09:30
Birgir Leifur aftur yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun á opna Andalúsíu-mótinu í golfi á Spáni og hefur lokið keppni á samtals tveimur höggum yfir pari. Golf 29. mars 2009 12:45
Gekk verr hjá Birgi Leif í dag Birgir Leifur Hafþórsson lék í dag á þremur höggum yfir pari á opna Andalúsíu-mótinu í Sevilla á Spáni. Golf 28. mars 2009 14:36
Birgir Leifur á einu höggi yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson lék á einu höggi yfir pari á öðrum keppnisdegi opna Andalúsíu-mótsins sem fer fram í Sevilla á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 27. mars 2009 11:30
Birgir Leifur enn á topp tíu Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari eftir fyrstu tíu holurnar á öðrum keppnisdegi á Opna Andalúsíu-mótinu sem fer fram í Sevilla á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 27. mars 2009 09:18
Birgir Leifur aðeins tveimur höggum á eftir Monty Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel á fyrsta hring í Opna Andalúsíumótinu á Spáni í dag en þetta sterka mót er hluti af Evrópumótaröðinni. Golf 26. mars 2009 20:00
Birgir Leifur fékk örn á níundu Birgir Leifur Hafþórsson er þegar þetta er ritað í 5.-11. sæti á móti á Sevilla á Spáni sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 26. mars 2009 14:51
Missir Tiger toppsætið? Svo gæti farið að Tiger Wodds missi toppsæti sitt á stigalista kylfinga í hendurnar á Phil Mickelson á næstu dögum. Golf 23. mars 2009 16:34
Birgir Leifur fékk 700 þúsund krónur fyrir árangurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sínum besta árangri á núverandi tímabili Evrópumótaraðarinnar í golfi er hann varð í 38.-42. sæti á móti á Madeira í Portúgal. Golf 23. mars 2009 09:44
Erfiður dagur hjá Birgi Leif Birgir Leifur Hafþórsson fann ekki fjölina sína á Madeira í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Golf 21. mars 2009 20:03
Norman hissa á breytingunum á Augusta Hvíti hákarlinn Greg Norman segir að breytingarnar sem búið sé að gera á Augusta-vellinum hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Norman tekur þátt á Masters í fyrsta skipti síðan 2002. Golf 21. mars 2009 11:30
Birgir Leifur í átjánda sæti Birgir Leifur Hafþórsson stendur vel að vígi á móti í Portúgal eftir annan keppnisdag sem fór fram í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 20. mars 2009 22:00
Birgir Leifur í góðri stöðu Birgir Leifur Hafþórsson er í 40.-49. sæti á móti í Portúgal en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 19. mars 2009 23:29
Kostar sitt að fá Tiger til Ástralíu Tiger Woods mun spila á sínu fyrsta móti í Ástralíu í meira en tíu ár síðar á þessu ári er hann tekur þátt í ástralska Masters-mótinu. Þáttaka Tigers í mótinu er þó umdeild enda fær Tiger einstaklega vel greitt fyrir að taka þátt. Golf 19. mars 2009 09:15
Mickelson vann á Doral Phil Mickelson bar sigur úr býtum á WGC-CA-mótinu á Doral-vellinum í gær. Hann lenti í æsispennandi keppni við Nick Watney sem kom í hús höggi á eftir Mickelson. Golf 16. mars 2009 11:15