Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Landsmótið í golfi hafið

63. Landsmótið í golfi hófst á Hólmsvelli í Leiru í morgun. Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambandsins, sló upphafshöggið klukkan hálfsjö í morgun. 144 kylfingar taka þátt í mótinu sem núna fer fram í Leirunni í fimmta sinn. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir eiga titil að verja.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð og Þórdís efst

Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta hring af fjórum á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru.  Hjalti Pálmason, GOB, kom mjög á óvart með því að ná öðru sæti, lék á 69 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson deilir þriðja sætinu með Inga Rúnari Gíslasyni .Þórdís Geirsdóttir úr GK...

Sport
Fréttamynd

Tiger enn í forystu

Bandaríkjamaðurinn, Tiger Woods er með högga forystu á þá Colinn Montgomery og Jose Maria Olazabal þegar keppni er rúmlega hálfnuð á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Það má nánast fullyrða að einhver af þeim þremeningum mun vinna mótið Staðan....

Sport
Fréttamynd

Tiger færist nær sigri

Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á þá Jose Maria Olazabal og Colin Montgomery. Tiger er á 14 höggum undir pari og ekkert virðist getta stöðvað kappan sem er í miklu stuði þessa stundina.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods sigraði á Opna breska

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem var að ljúka á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Þetta er annar risatitillinn sem Tiger vinnur í ár því fyrr á árinu vann hann bandaríska Masters mótið. Kylfingnum hafði einu sinni áður tekist að sigra á Opna breska en það árið 2000 en þá var einnig leikið á St.Andrews.

Sport
Fréttamynd

Tiger á tólf undir

Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Jose Maria Olazabal fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Woods er á tólf höggum undir pari, Olazabal á tíu undir og síðan eru þeir Retief Goosen og Colin Montgomerie á níu undir pari.

Sport
Fréttamynd

Armstrong í góðum málum

Bandaríkjamaðurinn George Hincapie sigraði á 15.dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag , þegar hjólaður var 205.5 kílómetrar í Pýreneafjöllum. Lance Armstrong, landi Hincapies styrkiti stöðu sína í heildarkeppninni, en Ítalinn Ivan Basso, sem fylgdi honum fast eftir í dag, komst upp í 2. sætið.

Sport
Fréttamynd

Tiger að missa flugið?

Tiger Woods er nú á 9. holu á Opna breska meistaramótinu í golfi og þarf að taka víti og tapar líklega höggi. Eins og staðan er núna er hann með tveggja högga forystu á næsta mann Retief Goosen. Staðan....

Sport
Fréttamynd

Goosen höggi á eftir Tiger

Suður Afríkubúinn Retief Goosen er búinn að leika mjög vel í dag á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hann er nú aðeins höggi á eftir Tiger Woods sem er efstur á 10 höggum undir pari. Retief hefur nú leikið 16 holur í dag en Tiger aðeins þrjár. Vísir.is mun fylgsast vel með framvindu mála frá St. Andrews.

Sport
Fréttamynd

Tiger með fjögurra högga forystu

Tiger Woods hefur fjögurra högga forystu á Colin Montgomerie þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Woods var á ellefu undir pari en Montgomerie á sjö höggum undir pari. Þeir hefja keppni klukkan 14.

Sport
Fréttamynd

Olazabal höggi á eftir Tiger

Jose Maria Olazabal er aðeins höggi á eftir Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger er á 11 höggum undir pari. Staðan núna....

Sport
Fréttamynd

Tiger með tveggja högga forystu

Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokadaginn. Tiger er á 12 höggum undir pari en næstur er Jose Maria Olazabal sem er 10 höggum undir pari. Staðan í mótinu...

Sport
Fréttamynd

Montgomery kominn í annað sæti

Tiger Woods á nú aðeins eitt högg á Skotann Colin Montgomery á opna breska meistaramótinu í golfi. Þeir leika saman og eru nú á 11.holu.

Sport
Fréttamynd

Birgir á fimm undir pari

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék síðasta hringinn á Texbond-mótinu við Gardavatn á einu yfir pari. Samtals lék Birgir Leifur á fimm höggum undir pari. Ekki er ljóst í hvaða sæti Birgir Leifur lendir en hann var nú áðan í 38. sæti.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á sex undir pari

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í morgun á þremur höggum undir pari á opna Texbond-mótinu sem fram fer við Gardavatn á Ítalíu. Hann er því samtals á sex höggum undir pari eftir þrjá keppnisdaga. Birgir Leifur er í 21. sæti ásamt níu öðrum kylfingum.

Sport
Fréttamynd

Tiger kominn með góða forystu

Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum tíu holum er Tiger á tíu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Hamilton úr leik

Sigurvegari Opna breska meistaramótsins í golfi í fyrra, Todd Hamilton frá Bandaríkjunum er úr leik. Hann náði ekki niðurskurðinum en lék hringina tvo á fjórum höggum yfir pari. Hamilton sigraði Suður-Afríkumanninn, Ernie Els í umspili í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Tiger efstur að öðrum degi loknum

Tiger Woods er með fjögurra högga forystu á Colin Montgomery þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Tiger lék frábært golf í dag og fékk fimm fugla og engan skolla og er samanlagt á 11 höggum undir pari. Það er greinilegt að hann kann vel við sig á St.Andrew því hann sigraði þegar keppnin fór þar fram síðast, árið 2000

Sport
Fréttamynd

Singh og Immelman komnir á 6 undir

Vijay Singh og Trevor Immelman er komnir upp að hælum Tiger Woods á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Immelman og Singh hafa lokið leik í dag og eru á sex höggum undir pari líkt og Tiger Woods, en Tiger Woods er að fara hefja leik eftir skamma stund.

Sport
Fréttamynd

Tiger með tveggja högga forystu

Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrew vellinum í Skotlandi. Að loknum sex holum er Tiger á átta höggum undir pari en næstu menn, þar á meðal Vijay Singh, eru á sex höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 32. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 32.sæti þegar öðrum degi er lokið á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. 153 keppendur hófu keppni. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.

Sport
Fréttamynd

Tiger með forystu

Tiger Woods er kominn með tveggja högga forystu á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á St.Andrews vellinum. Retief Goosen, frá Suður Afríku er efstur þeirra sem lokið hefur leik í dag á 4 höggum undir pari.  Keppni hófs í morgun og stendur í til sunnudags

Sport
Fréttamynd

Hensby á hælum Tiger

Ástralinn Mark Hensby var senuþjófurinn í lok fyrsta dags á opna breska meistaramótinu í golfi í dag en hann læddi sér í 2. sætið og er á 5 höggum undir pari, einu á eftir Tiger Woods. Hann hóf keppni með þeim síðustu og er nú nýkominn af braut eftir að ljúka 18. holu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf á tveimur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir endaði á tveimur höggum yfir pari í dag á fyrsta hring sínum á Opna ungverska mótinu í golfi og er sem stendur í 58.-75. sæti. Mótið sem hófst í dag fer fram á Old Lake Golf Country Club vellinum í Ungverjalandi og er hluti af Evrópumótaröð kvenna.

Sport
Fréttamynd

Tiger með tveggja högga forystu

Tiger Woods er með tveggja högga forystu á Opna Breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews. Tiger, sem hefur lokið leik í dag, er á sex höggum undir pari en fjórir kylfingar koma svo næstir á fjórum höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 28 - 41 sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 28. til 41.sæti á opna Texbond mótinu við Garda vatn á Ítalíu í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur í morgun en lék stórkostlega seinni níu á 31 höggi.

Sport
Fréttamynd

Opna breska meistaramótið hafið

134. Opna meistaramótið í golfi, eða Opna breska meistaramótið eins og það er oftast kallað hófst á hinum sögufræga St.Andrews velli í Skotlandi í morgun en þetta er þriðja risamót ársins.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í 42 - 46 sæti

Ólöf María Jónsdóttir er í 42. til 46.sæti á opna Evrópska meistaramótinu í Ungverjalandi en mótið er hluti af Evrópsku mótaröðinni. Ólöf María lék þrjá yfir pari, á 74 höggum í dag á fyrsta keppnisdegi mótsins.

Sport
Fréttamynd

Harrington ekki með á Opna breska

Írski kylfingurinn Padraig Harrington tekur ekki þátt í opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer nú um helgina á St.Andrews vellinum. Faðir Harringtons lést í gær úr krabbameini og sagði talsmaður hans í samtali við fjölmiðla að Harrington vilji nota helgina til að vera með sinni nánustu fjölskyldu.

Sport
Fréttamynd

O´Hair sigraði í Illinois

Bandaríkjamaðurinn Sean O´Hair sigraði á John Deere mótinu í golfi í Silvis í Illinois um helgina. O´Hair, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 16 undir pari en jafnir í öðru sæti urðu Bandaríkjamennirnir Hank Kuhne og Robert Damron.

Sport