Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir fjórðung í bók Óla ó­sannan

Enski framherjinn Gary Martin, sem lék undir stjórn Ólafs Jóhannessonar um skamma hríð hjá Val hér á landi, skaut létt á fyrrum stjóra sinn á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði þá fengið nýútgefna bók um Óla í hendurnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir frá hjá Blikum á morgun

Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri

Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Starfið venst vel og strákarnir klárir

„Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45.

Fótbolti